Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is
Post Image

Fjör í rekstri

Um miðjan ágúst fórum við í skemmtilegan rekstur með bændum og búaliði af Austurási, en þar reka vinir okkar, Haukur og Ragga, glæsilega tamningastöð og hrossaræktarbú. Reksturinn var stuttur og snarpur, svo ekki sé minnst á nýmóðins því það var ekki riðið heldur voru notuð fjórhjól og bílar til að halda hrossunum á réttri leið.

Read More
Post Image

Selma töltséní

Selma, yndið okkar, frá Sauðárkóki er undan heiðursverðlaunahestinum Óði frá Brún og Sjöfn Hervarsdóttur frá Sauðárkróki. Selma er töltséní og mikil viljasprengja, fékk 9,0 fyrir bæði atriði í hæfileikadómi í vor og á LM2008 á Hellu. Hún fór snemma í sumar, eða um miðjan maí rétt fyrir vorsýningar, undir annan heiðursverðlaunahest – Hróð frá Refsstöðum. […]

Read More
Post Image

Inga og Sara á flugi

Inga og Sara frá Sauðárkróki gerðu gott mót á Glitnismóti Dreyra á Akranesi liðna helgi. Þær kepptu í tölti 1. flokki og fóru beint í A-úrslit með 6,50 eftir forkeppni. Vallaraðstæður voru erfiðar, miklar rigningar og völlurinn þungur. Þær létu það hins vegar ekkert á sig fá, létu bara kasta toppi.

Read More
Post Image

Linda stóð sig vel

Linda frá Feti, nýjasta viðbótin í hryssuhóp Hamarseyjar, stóð sig vel á síðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum. Hún fékk 8,5 á línuna ef svo má segja, 5 vetra klárhryssa. Dóminn má sjá með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar. Linda verður þjálfuð áfram, hún býr yfir miklu rými og fótaburði, og teljum við hana eiga mikið inni. […]

Read More
Post Image

Háski á Hamarsey

Háski er hestfolald undan 1. verðlauna Keilisdótturinni Hrund frá Árbæ og hinum magnaða Krák frá Blesastöðum. Háski fæddist daginn sem Suðurlandsskjálftinn 2008 – 6,3 á Richter reið yfir og þaðan kemur nafnið á honum. Allir undruðust blesuna þar sem hvorki Krákur né Hrund eru stjörnótt, hvað þá blesótt. Hins vegar eru stjörnur í öfum og […]

Read More
Post Image

Álaborg fylfull við Aroni

Við fengum gott símtal frá Gumma Bærings, húskarli í Árbæ, í gær. Álaborg frá Feti hafði sónarskoðast fylfull við Aroni frá Strandarhöfði. Álaborg er ein af stofnræktunarhryssum hjá Hamarsey en búið á helminginn í henni á móti hrossaræktarbúinu Feti. Fyrir á Hamarsey Álaborgarsoninn og stóðhestefnið Alvar sem nú er veturgamall, gullfallegur, óvenju hreyfingafallegur foli, laus […]

Read More
Post Image

Taktur til sölu

Ávallt er úrval söluhrossa hjá hamarsey.is. Taktur er nýjasta viðbótin á tenglinum Hestar til sölu hér til hægri Taktur frá Ragnheiðarstöðum er 6 vetra svartstjörnóttur efnilegur keppnishestur. Mikið fax, grannbyggður og bolléttur. Hágengur á hægu tölti, mikill burður, frábærar grunngangtegundir, sérstaklega hægt stökk. Kann flestar einföldustu hlýðniæfingar. Þægur hestur en hefur góðan vilja.

Read More
Post Image

Tinnusvartur undan Tönju

Okkar fæddist folald í síðustu viku. Í heiminn kom tinnusvartur hestur undan Tönju frá Ragnheiðarstöðum og gæðingnum Þey frá Akranesi. Sá svarti er flottur, fer um á tölti og brokki, hágengur og skrefmikill. Þá eru öll folöld sumarsins kominn í heiminn en þau voru alls sex talsins hjá Hamarsey árið 2008. IS1993287730 Tanja frá Ragnheiðarstöðum […]

Read More
Post Image

Gasella undir Landsmótssigurvegara

Við ákváðum að halda Gasellu undir Gust  frá Lækjarbakka en hann sigraði ungmennaflokk á LM2008 með glæsibrag, vann sig upp úr B-úrslitum og sló í gegn. Gustur frá Lækjarbakka er sérstakur hestur. Hann er einn af sonum Gusts frá Grund sem hefur tætt í sig keppnis- og kynbótabrautina með tilþrifum. Fótaburður, kraftur og fas er […]

Read More
Post Image

Hátíð + Gaumur

Hátíð frá Úlfsstöðum var leidd undir Gaum frá Auðsholtshjáleigu á vordögum. Hún var sónarskoðuð fylfull rétt eftir Landsmót með 20 daga fyli. Gunnar bóndi í Auðsholtshjáleigu hafði á orði þegar Hátíð kom til móts við Gaum í Grænhóli í júní síðastliðnum að íslensk hrossarækt ætti eftir að kynnast nýrri tegund þegar þetta afkvæmi kæmi í […]

Read More