Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is
Post Image

Útskriftardagur

Hátíð frá Sauðárkróki var útskrifuð úr frumtamningu sunnudaginn 9. nóvember 2008. Hún stóð sig með prýði. Allur gangur laus og hún svo skrefstór og hágeng. Myndirnar eru frá útskriftardeginum. Eftir úttektina var Hátíð sleppt í frelsið á Hamarsey og fær hún frí fram í lok desember.  

Read More
Post Image

Reykur í Langholti

Reykur er móálóttur foli á fjórða vetri undan úrvalsklárhryssunni Hviðu frá Inghólfshvoli og Adam frá Ásmundarstöðum. Hann hefur verið síðastliðinn mánuð í frumtamningu í Langholti hjá Erlingi og Viðju. Þau láta vel af honum, hann er orðinn reiðfær og fer um á tölti og brokki með miklum fótaburði.

Read More
Post Image

Hátíð undan Hvíta-Sunnu og Hróðri

Hátíð frá Sauðárkróki stendur sig vel í frumtamningu hjá Ella og Viðju í Langholti. Hún gormast um með miklum fótaburði, sterku afturfótaskrefi og svo mjúk í hálsi…hún er uppáhaldstrippi í Langholti þessa dagana. Það eru miklar vonir bundnar við Hátíð enda af göfugum ættum. Faðir hennar er Sleipnisbikarhafi sumarsins, Hróður frá Refsstöðum, og móðirin Hvíta-Sunna […]

Read More
Post Image

Hrossarækt 2009 á Hamarsey

Aðra helgina í september sóttum við síðustu tvær hryssurnar frá stóðhestum. Þær Hviða frá Ingólfshvoli og Fasta frá Hofi voru fylfullar við Auði frá Lundum og Krumma frá Blesastöðum. Þá er búið að sónarskoða allar átta hryssurnar sem fóru undir stóðhest í sumar – þær eru allar fengnar. Við eigum von á fyrstu folöldunum í […]

Read More
Post Image

Mæðgurnar Gnípa og Gnótt

Mæðgurnar Gnípa frá Hólum og Gnótt frá Hamarsey eru komnar inn í sína flokka hér á hamarsey.is undir Hryssur og Folöld 2008. Þær mæðgur hafa það nú gott í hausthögunum á Hamarsey, alls óbitnum 30 hekturum, ásamt hinum hrossunum um 25 talsins.

Read More
Post Image

Platína og Þula netvæddar

Unnið er að því jöfnum höndum að koma inn upplýsingum á www.hamarsey.is um hrossin okkar. Nýjasta viðbótin eru hálfsysturnar Platína og Þula.

Read More
Post Image

Tóbías undan Orra og 1. verðlauna Hrafnsdóttur

Tóbías frá Hamarsey er stóðhestefni undan heiðursverðlaunahestinum og kynbótatröllinu Orra frá Þúfu og Tönju frá Ragnheiðarstöðum, 1. verðlauna hryssu. Tanja fékk meðal annars 9,0 fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk í kynbótadómi. Hún er undan öðrum heiðursverðlaunahesti, Hrafni frá Holtsmúla.

Read More
Post Image

Alvar – alvöru stóðhestefni

Alvar frá Hamarsey er brúnn veturgamall ógeltur foli. Hann er undan gæðingshryssunni Álaborg frá Feti sem varð í 3. sæti í flokki fjögurra vetra hryssna á LM2004. Álaborg er undan Orra frá Þúfu og einni farsælustu kynbótahryssu Fetbúsins, Ísafold frá Sigríðarstöðum. Hér nýtur hans lífsins á Hamarsey með hinum tittunum. Alvar er framfallegur, laus í […]

Read More
Post Image

Haust á Hamarsey

Það er komið haust. Grasið er farið að fölna, hrossin að loðna og það kólnar í veðri. Rigningar undanfarnar vikur minna því miður mikið á haustið 2007 sem var hrossum erfitt. Nú þegar er víða farið að bera á hnjúskum. Á Hamarsey er allt í góðu standi. Þar eru yfir 30 hross í haustbeit, þar […]

Read More
Post Image

Á Landsmót á Land Rover

Við fengum Land Rover Defender lánaðan í sumar um nokkurra vikna skeið – ekki amalegt lán það. “Defenderinn” var settur fyrir hestakerruna – og ekki spillti að hann var sama lit. Það var því stíll á Hamarseyjar-teyminu á Landsmóti þegar við renndum í hlað á Gaddstaðaflötum. Það er upplifun að aka um á svona bifreið, […]

Read More