Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is
Post Image

Linda í fyrstu verðlaun

Linda frá Feti, Sveins-Hvervarsdóttir, fór í 1. verðlaun á Gaddstaðaflötum í vikunni. Hún fékk meðal annars 9,0 fyrir brokk, fegurð í reið, vilja og geðslag. Í forskoðun gleymdist að sýna hægt tölt og fékk hún því aðeins 8,0 fyrir tölt þegar hún klárlega brunaði brautina á 9,0 tölti. Það átti að laga á yfirliti en […]

Read More
Post Image

Gasella kastaði gullfallegum hesti

Gasella frá Garðsá kastaði um helgina fallegum rauðtvístjörnóttum hesti undan Gusti frá Lækjarbakka. Við vorum svo heppin að lenda á Hamarsey í þann mund sem sá stutti kom í heiminn. Við sáum Gasellu kara sitt fyrsta folald og hvernig mertryppin slógu skjaldborg um mæðginin og fylgdust spenntar með, meira að segja hjálpuðu þær til við […]

Read More
Post Image

Góð ferð í Fák

Við skelltum sér á Reykjavíkurmeistaramót í Fáki í lok maí. Inga keppti á Söru frá Sauðárkróki í tölt og fjórgangi. Hannes keppti á Hátign frá Ragnheiðarstöðum í tölti og fjórgangi auk þess að fara með Vakningu frá Ási í fimmgang og gæðingaskeið. Skemmst er frá því að segja að mótið gekk ágætlega. Hannes varð í […]

Read More
Post Image

Í 13 hryssur að Gerðum

Við fórum með Reyk, efnilegan stóðhest, úr okkar ræktun í hryssur að Gerðum í V-Landeyjum um síðustu helgi (www.gerdar.tk) Það eru þær frænkur Íris Fríða og Sigríður sem fengu hann lánaðan í hryssurnar sínar í sumar, flest allt vel ættaðar og litríkar hryssur. Hólfið sem Reykur fékk til að deila með hryssunum í sumar er […]

Read More
Post Image

Góður árangur í Gæðingakeppni Sörla

Gæðingakeppni er skemmtilegt keppnisform þar sem farið er fram á útgeislun, kraft og rými hjá hrossinu. Við tókum þátt í Gæðingakeppni Sörla um síðastliðna helgi með góðum árangri. Inga fór með Söru sína frá Sauðárkróki í B-flokkinn og var í 5. sæti eftir forkeppni. Hannes fór í A-flokk og 100 metra skeið með Vakningu frá […]

Read More
Post Image

Inga og Sara stóðu sig vel

Inga og Sara frá Sauðárkróki stóðu sig vel á opnu WR íþróttamóti Sörla um helgina. Þær fóru í 6,50 í forkeppni sem skilaði þeim í 5. sæti og í úrslit. Keppnin var hörð enda bara atvinnuknapar í úrslitum auk Ingu.

Read More
Post Image

Hæga töltið í Hátign

Hún er að verða helv… flott á hægu tölti hún Hátign frá Ragnheiðarstöðum, 8 vetra moldótt klárhryssa sem við höfum verið með í þjálfun í vetur. Hannes keppti í tölti og fjórgangi á henni á opnu WR íþróttamóti Sörla um helgina, gekk ágætlega, voru rétt utan við úrslit í opnum flokki.

Read More
Post Image

Selmu og Hákonsdóttir er fædd

Um helgina fengum við gullfallega hryssu, bleikálótta stjörnótta, undan Selmu okkar Óðsdóttur frá Sauðárkróki og Hákoni okkar (undan Álfi og Hátíð).

Read More
Post Image

Vorið komið hjá folunum

Ungfolarnir okkar hafa í nógu að snúast þessa dagana. Smekkfullt er hjá Hákoni í allt sumar og slegist um tolla undir hann. Litli bróðir Hákons, hinn tveggja vetra gamli Hrafnar, er á húsmáli hjá okkur í Hafnarfirði og er nú þegar búinn með þrjár hryssur, þar á meðal tvær 1. verðlauna hryssur, Bríeti frá Skeiðháholti og Hnátu frá […]

Read More
Post Image

Hrossaræktin 2009

Næsta vor er von á hvorki fleiri né færri en átta folöldum á Hamarsey. Mæðurnar eru allar 1. verðlauna hryssur og má lesa um þær undir flokknum hryssur. Feðurnir eru sjö talsins, allt hátt dæmdir 1. verðlauna stóðhestar en flestir óreyndir sem kynbótahestar. Frjósemin var góð, níu hryssum var haldið og fyljuðust allar nema ein. Sú sem fyljaðist ekki heitir […]

Read More