Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Gasella kastaði gullfallegum hesti

Gasella

Gasella

Gasella frá Garðsá kastaði um helgina fallegum rauðtvístjörnóttum hesti undan Gusti frá Lækjarbakka. Við vorum svo heppin að lenda á Hamarsey í þann mund sem sá stutti kom í heiminn. Við sáum Gasellu kara sitt fyrsta folald og hvernig mertryppin slógu skjaldborg um mæðginin og fylgdust spenntar með, meira að segja hjálpuðu þær til við að kara folaldið.

Hins vegar var sá stutti, sem nú hefur fengið nafnið Grettir frá Hamarsey, frekar klaufskur við að koma sér á spena. Við fengum vini okkar á næsta bæ, Galtastöðum, Elínu og Gunnar til þess að fylgjast með næstu klukkutímana. Þegar hann var ekki kominn á spena um tveimur klukkustundum eftir köstun var ákveðið að mjólka hryssuna og gefa Gretti af pela, hins vegar hefur hann fengið einhvern aukakraft því rétt áður en til þess kom komst hann á spenann og efldist allur.

Gasella

Gasella

Gasella

Gasella