Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Vorið komið hjá folunum

ungfolarUngfolarnir okkar hafa í nógu að snúast þessa dagana. Smekkfullt er hjá Hákoni í allt sumar og slegist um tolla undir hann. Litli bróðir Hákons, hinn tveggja vetra gamli Hrafnar, er á húsmáli hjá okkur í Hafnarfirði og er nú þegar búinn með þrjár hryssur, þar á meðal tvær 1. verðlauna hryssur, Bríeti frá Skeiðháholti og Hnátu frá Hábæ. Hrafnar fer síðan í Grímsnesið um miðjan júní í hryssur. Háski er kominn á fullt og Þrymur lentur í Eyjafirði, hjá Vilbergi og Kristínu í Kommu, þar sem hann verður í sumar. Alvar er enn laus til útleigu.