Logo-ið endurbætt
Hér til hliðar er endurbætt logo Hamarseyjar. Við breyttum letrinu og gerðum smávægilegar lagfæringar á myndinni. Heiðurinn að logo-inu eiga Axel Jón Fjeldsted og Jón Laufdal en það var einmitt Axel Jón sem stofnaði Tímaritið HESTAR og fréttasíðuna hestar.net með undirrituðum árið 2003. Tímaritið HESTAR var lagt af í lok árs 2007 þegar Eiðfaxi keypti […]
Read MoreForsíðufyrirsætan fylfulla
Einn kaldan maímorgun, stuttu eftir að Hátíð fékk 10,0 fyrir tölt á vorsýningu árið 2006, fórum við upp í Grímsnes. Tilefnið var myndataka fyrir forsíðuna á Tímaritinu HESTAR sáluga. Forsíðumyndin var flott og sést hún ef þið smellið á lesa meira hér að neðan. Hins vegar birtist þessi mynd sem er hér til vinstri aldrei. […]
Read MoreHekla hestastelpa 3 ára í dag
Í dag 30. desember 2008 á Hekla Rán dóttir okkar afmæli, hún er þriggja ára í dag. Til hamingju með afmælið Hekla Rán.
Read MoreSara vígaleg á LM2008
Ljósmyndari á LM2008 náði þessari flottu mynd af Söru frá Sauðárkróki þegar hún var sýnd í flokki 6 vetra hryssna. Við teljum Söru eiga mikið inni í kynbótadómi og er stefnt að því að sýna hana aftur 2009 eða 2010. Hún er nú kominn á hús hjá okkur í Hafnarfirði og fer vel af stað.
Read MoreGleðileg jól á Hamarsey
Það var vetrarlegt um að litast á Hamarsey helgina fyrir jól þegar við fórum og sóttum Platínu frá Holtsmúla, Hátíð frá Sauðárkróki og geldingana Ref og Goða. Nú ríðum við út í Hafnarfirði eins og við getum, erum með sjö hross á húsi. En það þarf ýmislegt annað að gera en að ríða út. Við […]
Read MoreGleðileg jól frá Hákoni
Hákon hefur haft það gott síðastliðið ár. Í janúar 2008 var hann tekinn undan móður sinni Hátíð og sendur í vist hjá Jens Petersen á Stokkseyri. Hákon fór í tvö ferðalög síðasta vetur. Hann fór í fortamningu til Magga Lár og Svanhildar Hall þar sem traust og virðing milli manns og hests eru í hávegum […]
Read MoreÞrá til Frakklands
Þrá var seld í haust og fór til Frakklands í byrjun desember. Hinir nýju eigendurnir eru vinir okkar, Pascale og F. Xavier, í suðurhluta Frakklands á búgarðinum Du Langeren (www.islandaisdulangeren.com) en þau eiga fyrir frábær hross þar á meðal stóðhestana, Geysi frá Sigtúni og Dalvar frá Auðsholtshjáleigu. Þrá er undan Þrumu okkar frá Hólshúsum og Þokka frá Kýrholti. […]
Read MoreMyndband af Selmu á benmedia.is
Selma frá Sauðárkróki var sýnd tvisvar síðastliðið sumar. Fyrst á Héraðssýningu í Hafnarfirði svo á LM2008 í flokki 5 vetra hryssna, sýnandi var Siggi Matt. Daníel Ben var í Hafnarfirði og tók Selmu upp á myndband á yfirlitssýningunni. IS2003257001 Selma frá Sauðárkróki Litur: 6600 Bleikur/álóttur einlitt Ræktandi: Guðmundur Sveinsson Eigandi: Guðmundur Sveinsson F: IS1989165520 Óður […]
Read MoreGrá Göldrun undan Hágangi
Göldrun er falleg unghryssa fædd 2006. Hún er undan gæðingnum Hágangi frá Narfastöðum sem fékk á LM2008 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Göldrun fer um á skrefmiklu brokki en tekur tölt og skeið. Hún er stór og stæðileg og vel prúð á fax og tagl. F: Hágangur frá Narfastöðum (8,31) FF: Glampi frá Vatnsleysu (8,35) FM: […]
Read MoreFjölnir til Bæjaralands
Við eignuðumst Fjölni frá Brekkum haustið 2006. Hann var um margt óvenjulegur hestur, þrátt fyrir að vera orðinn 14 vetra hegðaði hann sér alltaf eins og 5 vetra foli, hvort sem var í umgengni eða í reið. Fjölnir er einn mesti gæðingur sem við höfum kynnst. Hann hefur nú eignast nýtt heimili í Bæjaralandi í […]
Read More