Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is
Post Image

Álfur flottur – Grettir flottur

Álfur frá Selfossi hefur eytt sumrinu í stóru hólfi úr landi Laugardæla rétt fyrir utan Selfoss, við þjóðveg 1. Gígja ljósmyndari átti leið hjá og sendi okkur nokkrar myndir úr hólfinu. Meðal hryssna þar var hún Gasella okkar frá Garðsá og folaldið hennar, Grettir frá Hamarsey, undan Gusti frá Lækjarbakka. Grettir tók sig ekki síður […]

Read More
Post Image

Reykur gerir sér dælt

Reykur okkar var í um 15 hryssum að Gerðum í Landeyjum í sumar. Ekki er búið að sónarskoða nema eina hryssu og var hún fylfull eftir kappann …100% árangur so far. Reykur er hins vegar kominn inn aftur. Viðja og Erlingur í Langholti eru með hann í smá skólun. Stefnan er svo sett á kynbótasýningu […]

Read More
Post Image

Ágætt á Akranesi

Það gekk ágætlega á Akranesi um síðustu helgi. Inga og Sara náðu í B-úrslit í tölti. Þær voru þar í úrslitum með nokkrum góðu vinum, Davíð Matt og Boða frá Sauðákróki og Viðari Ingólfssyni og Klið frá Tjarnarlandi.

Read More
Post Image

Notalegt mót í sveitinni

Við skelltum okkur á hestamannamót Smára í Hreppunum, nánar tiltekið á Flúðum. Hestamenn þar hafa komið sér upp frábærri aðstöðu, stórri reiðhöll með hesthúsi og nýjum keppnisvelli. Við gistum í sumarbústað fjölskyldunnar á Flúðum og nutum lífsins þessa helgi með nokkrar hryssur í bakgarðinum á beit.

Read More
Post Image

Hryssurnar tínast í heimahagana

Nú fara folaldshryssurnar að tínast í heimahagana ásamt folöldum sínum. Hervar frá Hamarsey er fæddur 1. maí 2009. Það er alveg ljóst að folöld njóta þess gríðarlega að fæðast svona snemma og fá allt sumarið til að vaxa og dafna. Hervar er orðinn nánast jafn stór og veturgömlu tryppin, svo þroskaður er hann. Eitthvað er […]

Read More
Post Image

Æfingabúðir á Hvoli

Við höfum gaman af því að keppa. Við höfum náð okkur í góðan efnivið í keppnishross og höfum undanfarin misseri þjálfað með því augnamiði að ná árangri. Til þess að standa sig vel í keppni þarf að þjálfa mikið og vel en einnig er mikilvægt að halda sér við og sækja sér þekkingu og kunnáttu […]

Read More
Post Image

Bæði í B-úrslitum

Hún var öflug, gæðingakeppnin sem Sleipnismenn héldu um síðustu helgi. Við skelltum okkur í tölt og B-flokkinn með keppnishryssurnar okkar. Hannes á Lindu frá Feti, sem er að stíga sín fyrstu skref í keppni, og Inga á Söru frá Sauðárkróki. Skemmst er frá því að segja að við náðum bæði í B-úrslit í B-flokki. Hannes og Linda enduðu […]

Read More
Post Image

Sjötta sæti á Íslandsmóti

Hannes og Vakning náðu 6. sæti í gæðingaskeiði á Íslandsmóti á Akureyri um miðjan júlí. Vakning er teknískt í greininni, fljót niður og flott í skeiðsniði, hágeng og skrefmikil. En hún er líka fljót, er að fara 100 metrana í gæðingaskeiði á rétt rúmlega 8 sekúndum – 8,10 til 8,40. Það hefði verið gaman að hafa […]

Read More
Post Image

100m á 7,89 sekúndum

Hún er að verða helv… fljót hún Vakning frá Ási sem við höfum verið með í þjálfun í vetur. Hún er bleikálótt 1. verðlauna hryssa undan heiðursverðlaunahrossunum Galsa frá Sauðárkróki og Vöku frá Ási I. Vakning hefur verið að bæta sig jafnt og þétt í vor. Hannes og Vakning voru í þriðja sæti í A-flokki […]

Read More
Post Image

Síðasta folald sumarsins í heiminn

Hviða frá Ingólfshvoli var síðust til að kasta þetta árið. Hún kom með gullfallega fífilbleikstjörnótta hryssu. Faðirinn er Auður frá Lundum. Það var frábært að fá meri undan henni Hviðu sem ætlar að reynast góð ræktunarhryssa, fyrstu tvö tryppin undan henni eru komin í 1. verðlaun. Við eigum fyrir einn stóðhest undan Hviðu og Adam […]

Read More