Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Hryssurnar tínast í heimahagana

Hervar frá Hamarsey

Hervar frá Hamarsey

Nú fara folaldshryssurnar að tínast í heimahagana ásamt folöldum sínum. Hervar frá Hamarsey er fæddur 1. maí 2009. Það er alveg ljóst að folöld njóta þess gríðarlega að fæðast svona snemma og fá allt sumarið til að vaxa og dafna. Hervar er orðinn nánast jafn stór og veturgömlu tryppin, svo þroskaður er hann. Eitthvað er þetta í genunum en 4 mánuðir af móðurmjólk og spretthlaupum hafa sitt að segja.

Hervar er undan Hrund frá Árbæ og Aroni frá Strandarhöfði.

Við sóttum tvær hryssur um helgina og fórum með á Hamarsey. Þetta voru þær Gnípa frá Hólum og áðurnefnd Hrund, báðar fylfullar við Álfi frá Selfossi.

Í lok júlí komu Gasella frá Garðsá og Selma frá Sauðárkróki heim á Hamarsey. Gasella var fylfull við Álfi og Selma við syni Álfs, Hákoni frá Ragnheiðarstöðum. Þruma frá Hólshúsum er fylfull við Kvisti frá Skagaströnd og Garún frá Sauðárkróki fylfull við Glym frá Innri-Skeljabrekku. Vakning frá Ási er fylfull við Fróða frá Staðartungu.

Þula frá Neðra-Seli er fylfull við Kráki frá Blesastöðum. Þula er seld og fer til nýrra eigenda í Þýskalandi í haust.

Hins vegar eru enn nokkrar hryssur í hólfum ennþá:
Platína frá Holtsmúla er hjá Kvisti frá Skagaströnd.
Hviða frá Ingólfshvoli hjá Aroni frá Strandarhöfði.
Fasta frá Hofi hjá Álfi frá Selfossi.
Álaborg frá Feti og Glóð frá Árbæ eru báðar hjá Hróðri frá Refsstöðum.

Hervar frá Hamarsey

Hervar frá Hamarsey