Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Bæði í B-úrslitum

Inga og Sara á Brávöllum á Selfossi

Inga og Sara á Brávöllum á Selfossi

Hún var öflug, gæðingakeppnin sem Sleipnismenn héldu um síðustu helgi. Við skelltum okkur í tölt og B-flokkinn með keppnishryssurnar okkar. Hannes á Lindu frá Feti, sem er að stíga sín fyrstu skref í keppni, og Inga á Söru frá Sauðárkróki. Skemmst er frá því að segja að við náðum bæði í B-úrslit í B-flokki. Hannes og Linda enduðu í 5. sæti í B-úrslitum með 8,45 og Inga og Sara í 2. sæti með 8,57.

Linda frá Feti og Hannes á fullu gasi á brokki.

Linda frá Feti og Hannes á fullu gasi á brokki.