Heyskapur á Hamarsey
Í brakandi þurrki um síðustu helgi náðum við að heyja um 110 risastórar rúllur af frábæru heyi. Við fengum góða aðstoð frá nágrönnum okkar sem lögðu til græjur í verkið. Við látum myndirnar tala sínu máli.
Read MoreNý hryssa Hamborg frá Feti
Ný hryssa hefur bæst í hópinn, Hamborg frá Feti. Hún er undan Álaborg frá Feti, sem er í eigu búsins, og Stíganda frá Leysingjastöðum. Hamborg er fjögurra vetra gömul og frumtamin á Feti síðastliðið haust. Hún fer í frekari tamningu á næstu mánuðum og stefnt er að kynbótasýningu vorið 2010.
Read MoreVel ættuð alhliðahryssa
Þula frá Neðra-Seli er undan kynbótatröllinu Orra frá Þúfu og 1. verðlauna hryssunni Þrumu frá Sælukoti. Þula hefur hlotið góðan byggingardóm 7,93 og á mikið inni með frekari þjálfun. Hún hefur gott tölt og efnilegt skeið. Brokkið er stinnt og stökkið kraftmikið.
Read MoreHarka frá Hamarsey
Við fengum ósk okkar uppfyllta í vor þegar Hátíð frá Úlfsstöðum kastaði jarpri hryssu. Faðirinn er landsmótssigurvegarinn Gaumur frá Auðsholtsjáleigu. Sú stutta hefur fengið nafnið Harka í höfuðið á ömmu sinni, Hörku frá Úlfsstöðum, en hún er einnig jörp á litinn. Harka er með 119 í BLUP, þar af 119 fyrir tölt, 120 fyrir vilja/geðslag […]
Read MoreRæktunarfréttir 2009
Jæja, það er í nógu að snúast á hrossabúinu Hamarsey, þó lítið sé. Að taka á móti folöldum, skoða þau og pæla í, fara með hryssur undir stóðhesta, láta sónarskoða, sækja hryssur til hesta er stór hluti af ræktunarvinnunni. Stundum hugsar maður sér hversu þægilegt það væri nú að fá bara einn stóðhest heim á […]
Read MoreHátíð eignast albróður
Hátíð frá Sauðárkróki eignaðist albróður á dögunum. Vinir okkar á Sauðárkróki voru svo heppin að fá gullfallegan hest, leirljósan, blesóttan, sokkóttan undan Hvíta-Sunnu frá Sauðárkróki og Hróðri frá Refsstöðum. Það er nokkuð ljóst að haldið verður undir þennan litfagra fola í framtíðinni. Við óskum Guðmundi, Auði og fjölskyldu til hamingju með folaldið. Hátíð var í tamningu hjá Erlingi […]
Read MoreTognar úr Brönu
Brana frá Blesastöðum var gullfalleg sem folald, óvenjulega sperrt og hlutfallarétt. Hún hins vegar varð svolítið tryppaleg síðustu tvö ár með misvexti og ljótu hárafari. Nú er hún hins vegar orðin 3ja vetra og stækkar hratt, það tognar úr henni. Hálsinn er grannur og hátt settur, herðarnar góðar og kverkin klipin. Yfirlínan er mjúk, bakið […]
Read MoreHryssur kasta, hryssur fyljast
Ætli það sé ekki bara fínt að vera ræktunarhryssa. Eftir að hafa haft það gott um veturinn á útigjöf með öllu tilheyrandi bíður maður eftir folaldinu inní sér að fæðast. Tryppalingurinn, folaldið sem maður eignaðist í fyrra, var tekinn undan snemma í vetur og hættur að bögga mann. Svo kemur vorið, með grænu grösunum og […]
Read MoreBlautt mót í Hafnarfirði
Við stóðum okkur ágætlega á blautu tölt og skeiðmóti í Hafnarfirðinum í gær. Inga komst í B-úrslit í sterkri töltkeppni og Hannes náði flottum tíma í 100m skeiði, 8,28sek og 4. sætinu.
Read MoreTumi í stuði
Tumi er fallegur veturgamall geltur foli undan 1. verðlauna klárhryssunni Tönju frá Ragnheiðarstöðum (undan Hrafni frá Holtsmúla) sem fékk 9,0 fyrir tölt og brokk í kynbótadómi. Faðir Tuma er stórgæðingurinn Þeyr frá Akranesi (2. sæti í 5 vetra flokki stóðhesta á LM2006). Tumi er til sölu. Tumi frá Hamarsey IS2008182313 F: Þeyr frá Akranesi (8,55) […]
Read More