Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is
Post Image

Linda sundgöngugarpur

Þær eru margar nýjar þjálfunaraðferðirnar sem hafa sprottið upp á síðustu árum, sund á beinni braut og hringnum, göngubretti og svo sundgöngubrettið. Það er einmitt slík þjálfun sem Linda frá Feti gengst undir þessa dagana. Vinir okkar á Kvíarhóli/Sunnuhvoli www.tumi.is taka að sér hross í þjálfun á vatnsgöngubrettinu þar á bæ. Gangan á brettinu með vatn upp að miðjum […]

Read More
Post Image

Í hryssum í Eyjarkoti

Þrymur, 2ja vetra bleikblesóttur, sokkóttur foli fór til Guðbjargar Gestsdóttur og fjölskyldu í Eyjarkoti við Blönduós í sumar. Þar sinnti hann hryssum Guðbjargar og nokkurra kunningja hennar. Alls fékk hann til sín um 15 hryssur. Hann var duglegur í hryssunum og er líklegt að hann hafi fyljað þær flestar ef ekki allar, hins vegar er […]

Read More
Post Image

Smári iðinn við kolann

Vinur okkar, hinn síglaði Smári Adólfsson er iðinn hestamaður. Við kíktum á hann inní Sörla í Hafnarfirði á dögunum. Hann er alltaf með góð hross inni, jafnan flest til sölu. Iðulega er einhver “sem hentar akkurat fyrir þig”. Þegar við rákumst á hann var hann á fjallmyndarlegum brúnskjóttum hesti. Við spurðum náttúrulega hvort hann væri […]

Read More
Post Image

Systurnar komnar á hamarsey.is

Systurnar Röskva og Hugmynd eru nú komnar undir flokkinn Tryppi hér til vinstri á síðunni. Þar er að finna myndir, ættartré og upplýsingar um þessi efnilegu mertyppi undan Hætti frá Þúfum og Sauðárkróksmerunum Slettu og Viðju. Báðar hryssurnar eru á fjórða vetri og eru komnar í tamningu. Röskva er hjá Erlingi og Viðju í Langholti […]

Read More
Post Image

Röskva komin í frumtamningu

Röskva frá Sauðárkróki er 3ja vetra rauðblesótt hryssa í eigu Hamarseyjar. Hún er nú komin í frumtamningu í Langholti. Röskva er undan Hætti frá Þúfum og Slettu frá Sauðákróki. Hún er gerðarlegt tryppi, gæf og góð í umgengni en þó næm og fljót að læra.

Read More
Post Image

Hákon stóð sig vel í sumar

Hákon okkar hefur staðið sig vel í sumar. Nú er hann orðinn stór strákur, 2ja vetra, og er farinn að sinna hryssum. Til hans komu rétt rúmlega 20 hryssur í sumar og þegar síðast var að gáð var hann búinn að fylja 17, staðfestar með sónarskoðun. Enn á eftir að sónarskoða nokkrar. Það byrjar því […]

Read More
Post Image

Sólkatla og Harka

Það er alltaf spennandi þegar fyrstu afsprengi ræktunarinnar koma til tamningar. Fyrsti hesturinn úr okkar ræktun var taminn í fyrra, Reykur undan Hviðu og Adam frá Ásmundarstöðum. Reykur lofar góðu. Þessar tvær skuttlur komu í heiminn í vor, Sólkatla undan Selmu frá Sauðárkróki og Hróðri frá Refsstöðum og Harka undan Hátíð frá Úlfsstöðum og Gaumi […]

Read More
Post Image

Meistaramót í Andvara

Metamótið í Andvara er skemmtilegt mót. Þar er keppt í gæðingakeppni í beinni braut, hefðbundnu tölti og skeiði. VIð skelltum okkur á mótið um síðustu helgi og fylgja hér nokkrar svipmyndir af okkur, Hannesi og Ingu, og nokkrum vinum.

Read More
Post Image

Gengur vel í Noregi

Vinur okkar, samstarfsaðili og meðeigandi að Hamarsey, hinn norski Per S. Thrane stundar sína hrossarækt að lang mestu leyti hér á Íslandi – með okkur á Hamarsey. Hann er hins vegar með nokkur hross úti hjá sér í Noregi og eru þau ekki af verri endanum. Helst ber að geta Vísu frá Sundsberg, undan einum […]

Read More
Post Image

Folaldasíðan uppfærð

Hjá okkur á Hamarsey fæddust sjö folöld í ár. Feðurnir voru Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, Aron frá Strandarhöfði, Hróður frá Refsstöðum, Krummi frá Blesastöðum, Gustur frá Lækjarbakka og Auður frá Lundum.

Read More