Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Linda sundgöngugarpur

Siggi á Sunnuhvoli rekur á, Hekla Rán fylgist með, Viðar heldur í.

Siggi á Sunnuhvoli rekur á, Hekla Rán fylgist með, Viðar heldur í.

Þær eru margar nýjar þjálfunaraðferðirnar sem hafa sprottið upp á síðustu árum, sund á beinni braut og hringnum, göngubretti og svo sundgöngubrettið. Það er einmitt slík þjálfun sem Linda frá Feti gengst undir þessa dagana. Vinir okkar á Kvíarhóli/Sunnuhvoli www.tumi.is taka að sér hross í þjálfun á vatnsgöngubrettinu þar á bæ. Gangan á brettinu með vatn upp að miðjum hnjám eða kvið gerir það að verkum að hrossin erfiða meira og fá töluverða þolþjálfun. Bakvöðvar þjálfast sérstaklega vel.