Hrossarækt 2009 á Hamarsey
Aðra helgina í september sóttum við síðustu tvær hryssurnar frá stóðhestum. Þær Hviða frá Ingólfshvoli og Fasta frá Hofi voru fylfullar við Auði frá Lundum og Krumma frá Blesastöðum. Þá er búið að sónarskoða allar átta hryssurnar sem fóru undir stóðhest í sumar – þær eru allar fengnar. Við eigum von á fyrstu folöldunum í […]
Read MoreMæðgurnar Gnípa og Gnótt
Mæðgurnar Gnípa frá Hólum og Gnótt frá Hamarsey eru komnar inn í sína flokka hér á hamarsey.is undir Hryssur og Folöld 2008. Þær mæðgur hafa það nú gott í hausthögunum á Hamarsey, alls óbitnum 30 hekturum, ásamt hinum hrossunum um 25 talsins.
Read MorePlatína og Þula netvæddar
Unnið er að því jöfnum höndum að koma inn upplýsingum á www.hamarsey.is um hrossin okkar. Nýjasta viðbótin eru hálfsysturnar Platína og Þula.
Read MoreTóbías undan Orra og 1. verðlauna Hrafnsdóttur
Tóbías frá Hamarsey er stóðhestefni undan heiðursverðlaunahestinum og kynbótatröllinu Orra frá Þúfu og Tönju frá Ragnheiðarstöðum, 1. verðlauna hryssu. Tanja fékk meðal annars 9,0 fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk í kynbótadómi. Hún er undan öðrum heiðursverðlaunahesti, Hrafni frá Holtsmúla.
Read MoreAlvar – alvöru stóðhestefni
Alvar frá Hamarsey er brúnn veturgamall ógeltur foli. Hann er undan gæðingshryssunni Álaborg frá Feti sem varð í 3. sæti í flokki fjögurra vetra hryssna á LM2004. Álaborg er undan Orra frá Þúfu og einni farsælustu kynbótahryssu Fetbúsins, Ísafold frá Sigríðarstöðum. Hér nýtur hans lífsins á Hamarsey með hinum tittunum. Alvar er framfallegur, laus í […]
Read MoreHaust á Hamarsey
Það er komið haust. Grasið er farið að fölna, hrossin að loðna og það kólnar í veðri. Rigningar undanfarnar vikur minna því miður mikið á haustið 2007 sem var hrossum erfitt. Nú þegar er víða farið að bera á hnjúskum. Á Hamarsey er allt í góðu standi. Þar eru yfir 30 hross í haustbeit, þar […]
Read MoreÁ Landsmót á Land Rover
Við fengum Land Rover Defender lánaðan í sumar um nokkurra vikna skeið – ekki amalegt lán það. “Defenderinn” var settur fyrir hestakerruna – og ekki spillti að hann var sama lit. Það var því stíll á Hamarseyjar-teyminu á Landsmóti þegar við renndum í hlað á Gaddstaðaflötum. Það er upplifun að aka um á svona bifreið, […]
Read MoreFjör í rekstri
Um miðjan ágúst fórum við í skemmtilegan rekstur með bændum og búaliði af Austurási, en þar reka vinir okkar, Haukur og Ragga, glæsilega tamningastöð og hrossaræktarbú. Reksturinn var stuttur og snarpur, svo ekki sé minnst á nýmóðins því það var ekki riðið heldur voru notuð fjórhjól og bílar til að halda hrossunum á réttri leið.
Read MoreSelma töltséní
Selma, yndið okkar, frá Sauðárkóki er undan heiðursverðlaunahestinum Óði frá Brún og Sjöfn Hervarsdóttur frá Sauðárkróki. Selma er töltséní og mikil viljasprengja, fékk 9,0 fyrir bæði atriði í hæfileikadómi í vor og á LM2008 á Hellu. Hún fór snemma í sumar, eða um miðjan maí rétt fyrir vorsýningar, undir annan heiðursverðlaunahest – Hróð frá Refsstöðum. […]
Read MoreInga og Sara á flugi
Inga og Sara frá Sauðárkróki gerðu gott mót á Glitnismóti Dreyra á Akranesi liðna helgi. Þær kepptu í tölti 1. flokki og fóru beint í A-úrslit með 6,50 eftir forkeppni. Vallaraðstæður voru erfiðar, miklar rigningar og völlurinn þungur. Þær létu það hins vegar ekkert á sig fá, létu bara kasta toppi.
Read More