Hryssurnar tínast í heimahagana
Nú fara folaldshryssurnar að tínast í heimahagana ásamt folöldum sínum. Hervar frá Hamarsey er fæddur 1. maí 2009. Það er alveg ljóst að folöld njóta þess gríðarlega að fæðast svona snemma og fá allt sumarið til að vaxa og dafna. Hervar er orðinn nánast jafn stór og veturgömlu tryppin, svo þroskaður er hann. Eitthvað er […]
Read MoreÆfingabúðir á Hvoli
Við höfum gaman af því að keppa. Við höfum náð okkur í góðan efnivið í keppnishross og höfum undanfarin misseri þjálfað með því augnamiði að ná árangri. Til þess að standa sig vel í keppni þarf að þjálfa mikið og vel en einnig er mikilvægt að halda sér við og sækja sér þekkingu og kunnáttu […]
Read MoreBæði í B-úrslitum
Hún var öflug, gæðingakeppnin sem Sleipnismenn héldu um síðustu helgi. Við skelltum okkur í tölt og B-flokkinn með keppnishryssurnar okkar. Hannes á Lindu frá Feti, sem er að stíga sín fyrstu skref í keppni, og Inga á Söru frá Sauðárkróki. Skemmst er frá því að segja að við náðum bæði í B-úrslit í B-flokki. Hannes og Linda enduðu […]
Read MoreSjötta sæti á Íslandsmóti
Hannes og Vakning náðu 6. sæti í gæðingaskeiði á Íslandsmóti á Akureyri um miðjan júlí. Vakning er teknískt í greininni, fljót niður og flott í skeiðsniði, hágeng og skrefmikil. En hún er líka fljót, er að fara 100 metrana í gæðingaskeiði á rétt rúmlega 8 sekúndum – 8,10 til 8,40. Það hefði verið gaman að hafa […]
Read More100m á 7,89 sekúndum
Hún er að verða helv… fljót hún Vakning frá Ási sem við höfum verið með í þjálfun í vetur. Hún er bleikálótt 1. verðlauna hryssa undan heiðursverðlaunahrossunum Galsa frá Sauðárkróki og Vöku frá Ási I. Vakning hefur verið að bæta sig jafnt og þétt í vor. Hannes og Vakning voru í þriðja sæti í A-flokki […]
Read MoreSíðasta folald sumarsins í heiminn
Hviða frá Ingólfshvoli var síðust til að kasta þetta árið. Hún kom með gullfallega fífilbleikstjörnótta hryssu. Faðirinn er Auður frá Lundum. Það var frábært að fá meri undan henni Hviðu sem ætlar að reynast góð ræktunarhryssa, fyrstu tvö tryppin undan henni eru komin í 1. verðlaun. Við eigum fyrir einn stóðhest undan Hviðu og Adam […]
Read MoreHeyskapur á Hamarsey
Í brakandi þurrki um síðustu helgi náðum við að heyja um 110 risastórar rúllur af frábæru heyi. Við fengum góða aðstoð frá nágrönnum okkar sem lögðu til græjur í verkið. Við látum myndirnar tala sínu máli.
Read MoreNý hryssa Hamborg frá Feti
Ný hryssa hefur bæst í hópinn, Hamborg frá Feti. Hún er undan Álaborg frá Feti, sem er í eigu búsins, og Stíganda frá Leysingjastöðum. Hamborg er fjögurra vetra gömul og frumtamin á Feti síðastliðið haust. Hún fer í frekari tamningu á næstu mánuðum og stefnt er að kynbótasýningu vorið 2010.
Read MoreVel ættuð alhliðahryssa
Þula frá Neðra-Seli er undan kynbótatröllinu Orra frá Þúfu og 1. verðlauna hryssunni Þrumu frá Sælukoti. Þula hefur hlotið góðan byggingardóm 7,93 og á mikið inni með frekari þjálfun. Hún hefur gott tölt og efnilegt skeið. Brokkið er stinnt og stökkið kraftmikið.
Read MoreHarka frá Hamarsey
Við fengum ósk okkar uppfyllta í vor þegar Hátíð frá Úlfsstöðum kastaði jarpri hryssu. Faðirinn er landsmótssigurvegarinn Gaumur frá Auðsholtsjáleigu. Sú stutta hefur fengið nafnið Harka í höfuðið á ömmu sinni, Hörku frá Úlfsstöðum, en hún er einnig jörp á litinn. Harka er með 119 í BLUP, þar af 119 fyrir tölt, 120 fyrir vilja/geðslag […]
Read More