Röskva komin í frumtamningu
Röskva frá Sauðárkróki er 3ja vetra rauðblesótt hryssa í eigu Hamarseyjar. Hún er nú komin í frumtamningu í Langholti. Röskva er undan Hætti frá Þúfum og Slettu frá Sauðákróki. Hún er gerðarlegt tryppi, gæf og góð í umgengni en þó næm og fljót að læra.
Read MoreHákon stóð sig vel í sumar
Hákon okkar hefur staðið sig vel í sumar. Nú er hann orðinn stór strákur, 2ja vetra, og er farinn að sinna hryssum. Til hans komu rétt rúmlega 20 hryssur í sumar og þegar síðast var að gáð var hann búinn að fylja 17, staðfestar með sónarskoðun. Enn á eftir að sónarskoða nokkrar. Það byrjar því […]
Read MoreSólkatla og Harka
Það er alltaf spennandi þegar fyrstu afsprengi ræktunarinnar koma til tamningar. Fyrsti hesturinn úr okkar ræktun var taminn í fyrra, Reykur undan Hviðu og Adam frá Ásmundarstöðum. Reykur lofar góðu. Þessar tvær skuttlur komu í heiminn í vor, Sólkatla undan Selmu frá Sauðárkróki og Hróðri frá Refsstöðum og Harka undan Hátíð frá Úlfsstöðum og Gaumi […]
Read MoreMeistaramót í Andvara
Metamótið í Andvara er skemmtilegt mót. Þar er keppt í gæðingakeppni í beinni braut, hefðbundnu tölti og skeiði. VIð skelltum okkur á mótið um síðustu helgi og fylgja hér nokkrar svipmyndir af okkur, Hannesi og Ingu, og nokkrum vinum.
Read MoreGengur vel í Noregi
Vinur okkar, samstarfsaðili og meðeigandi að Hamarsey, hinn norski Per S. Thrane stundar sína hrossarækt að lang mestu leyti hér á Íslandi – með okkur á Hamarsey. Hann er hins vegar með nokkur hross úti hjá sér í Noregi og eru þau ekki af verri endanum. Helst ber að geta Vísu frá Sundsberg, undan einum […]
Read MoreFolaldasíðan uppfærð
Hjá okkur á Hamarsey fæddust sjö folöld í ár. Feðurnir voru Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, Aron frá Strandarhöfði, Hróður frá Refsstöðum, Krummi frá Blesastöðum, Gustur frá Lækjarbakka og Auður frá Lundum.
Read MoreÁlfur flottur – Grettir flottur
Álfur frá Selfossi hefur eytt sumrinu í stóru hólfi úr landi Laugardæla rétt fyrir utan Selfoss, við þjóðveg 1. Gígja ljósmyndari átti leið hjá og sendi okkur nokkrar myndir úr hólfinu. Meðal hryssna þar var hún Gasella okkar frá Garðsá og folaldið hennar, Grettir frá Hamarsey, undan Gusti frá Lækjarbakka. Grettir tók sig ekki síður […]
Read MoreReykur gerir sér dælt
Reykur okkar var í um 15 hryssum að Gerðum í Landeyjum í sumar. Ekki er búið að sónarskoða nema eina hryssu og var hún fylfull eftir kappann …100% árangur so far. Reykur er hins vegar kominn inn aftur. Viðja og Erlingur í Langholti eru með hann í smá skólun. Stefnan er svo sett á kynbótasýningu […]
Read MoreÁgætt á Akranesi
Það gekk ágætlega á Akranesi um síðustu helgi. Inga og Sara náðu í B-úrslit í tölti. Þær voru þar í úrslitum með nokkrum góðu vinum, Davíð Matt og Boða frá Sauðákróki og Viðari Ingólfssyni og Klið frá Tjarnarlandi.
Read MoreNotalegt mót í sveitinni
Við skelltum okkur á hestamannamót Smára í Hreppunum, nánar tiltekið á Flúðum. Hestamenn þar hafa komið sér upp frábærri aðstöðu, stórri reiðhöll með hesthúsi og nýjum keppnisvelli. Við gistum í sumarbústað fjölskyldunnar á Flúðum og nutum lífsins þessa helgi með nokkrar hryssur í bakgarðinum á beit.
Read More