Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Author Archives: Hamarsey

Post Image

Fyrstu Hrafnarsbörnin komin í heiminn

Þá eru þau farin að týnast í heiminn, folöldin undan Hrafnari, sem komu undir í fyrra. Við vitum um tvö brún hestfolöld sem komu á síðustu dögum. Fyrstur kom Hrafn frá Eylandi hjá Davíð og Rut í Eylandi undan Hnátu frá Hábæ, 1. verðlauna klárhryssu. Síðan kom annað brúnt hestfolald hjá Jóhönnu og Elísabetu undan henni […]

Read More
Post Image

Fyrsta folald vorsins komið

Þá er fyrsta folaldið komið í heiminn á Hamarsey. Það er undan Vakningu frá Ási og Aroni frá Strandarhöfði. Folaldið er bleikálótt eins og móðirin. Kynið er óþekkt ennþá, enda Vakning yfirleitt stygg nýköstuð, en það verður rekið heim í kvöld og kíkt á.

Read More
Post Image

Stóðhestar frá Hamarsey 2011

Ungfolarnir okkar verða á ferð og flugi í vor. Háski brúnblesóttur undan Kráki og Hrund frá Árbæ er í húsnotkun að Galtastöðum og fer svo norður í Varmahlíð í byrjun júní. Hervar (á mynd hér til vinstri) undan Aroni frá Strandarhöfði og Hrund fer norður í Eyjarkot við Blönduós. Nokkur pláss eru laus undir þessar […]

Read More
Post Image

Gleðilega páska

Við rákumst á þessa 6 ára gömlu mynd af henni Þrumu. Þruma frá Hólshúsum er ein af okkar aðalræktunarhryssum. Myndin er tekin veturinn 2005 þegar Þruma var 5 vetra. Sumarið eftir fór hún svo í flottan klárhryssudóm. Meðal annars með tvær 9,5 fyrir tölt og hófa og fimm níur. Bygging 8,46 og hæfileikar 8,36. Aðaleinkunn 8,40.

Read More
Post Image

Fullt undir Hrafnar

Hrafnari er vel tekið af hrossaræktendum. Hann er fullbókaður í sumar, líkt og í fyrrasumar og kominn biðlisti fyrir húsnotkun í Austurási og gangmálið á Hömrum í sumar.

Read More
Post Image

Brokkið bjútífúl

Hákon heldur áfram að koma á óvart. Hann er æði. Líkist móður sinni mikið hvað varðar ganglag, töltið eðalmjúkt og rúmt. Brokkið er fjaðrandi. Hér fylgir með myndasería af Hákoni á brokki sem tekin var einn góðan veðurdag í byrjun mars.

Read More
Post Image

Þröstur stóð sig vel á folaldasýningu

Þröstur, folald úr okkar ræktun, stóð sig vel á folaldasýningu Sörla sem var haldin í byrjun mars. Þröstur er móálóttur nösóttur undan Þrumu og Kvisti frá Skagaströnd. Hann er vænn, orðinn stór og stæltur. Þröstur varð í 4. sæti

Read More
Post Image

Gæðafoli undan Álfi og Hátíð

Hákon stendur sig vel í frumtamningu. Er samvinnufús og jákvæður. Töltið er úrval, hreingengur, skrefmikill og hágengur. Brokkið er flott. Það er skeið þarna líka, einhversstaðar á bakvið. Spurning hvort hann verði vakur. Það er mikil ásókn í að komast í Hákon næsta sumar. Og eftirspurnin langtum framboð af folatollum.

Read More
Post Image

Hamborg í góðum gír

Hamborg frá Feti er 5 vetra klárhryssa í okkar eigu. Hún er undan Álaborgu frá Feti sem er ein af ræktunarhryssunum á Hamarsey og Stíganda frá Leysingjastöðum (f. Andvari frá Ey). Hamborg fór í flottan byggingardóm í fyrra, 8,06. Þar á meðal 8,5 fyrir samræmi, háls/herðar, bak/lend og hófa. Hamborg er framtíðar keppnishross, hefur góðar […]

Read More
Post Image

Litskrúðugur Hróðssonur – Þrymur á 4. vetri

Þrymur Hróðssonur er efnilegur foli úr okkar ræktun. Undan Þrumu frá Hólshúsum sem er frábær klárhryssa sem við eigum og ræktum undan með þeim Helga á Ragnheiðarstöðum og Ella og Viðju í Langholti. Hann er nú á 4. vetur og taminn í 2mánuði. Þrymur er litskrúðugur, fífilbleikbreiðblesóttur sokkóttur/leistóttur á þremur fótum og með vagl í […]

Read More