Þröstur stóð sig vel á folaldasýningu
Þröstur, folald úr okkar ræktun, stóð sig vel á folaldasýningu Sörla sem var haldin í byrjun mars. Þröstur er móálóttur nösóttur undan Þrumu og Kvisti frá Skagaströnd. Hann er vænn, orðinn stór og stæltur. Þröstur varð í 4. sæti
Read MoreGæðafoli undan Álfi og Hátíð
Hákon stendur sig vel í frumtamningu. Er samvinnufús og jákvæður. Töltið er úrval, hreingengur, skrefmikill og hágengur. Brokkið er flott. Það er skeið þarna líka, einhversstaðar á bakvið. Spurning hvort hann verði vakur. Það er mikil ásókn í að komast í Hákon næsta sumar. Og eftirspurnin langtum framboð af folatollum.
Read MoreHamborg í góðum gír
Hamborg frá Feti er 5 vetra klárhryssa í okkar eigu. Hún er undan Álaborgu frá Feti sem er ein af ræktunarhryssunum á Hamarsey og Stíganda frá Leysingjastöðum (f. Andvari frá Ey). Hamborg fór í flottan byggingardóm í fyrra, 8,06. Þar á meðal 8,5 fyrir samræmi, háls/herðar, bak/lend og hófa. Hamborg er framtíðar keppnishross, hefur góðar […]
Read MoreLitskrúðugur Hróðssonur – Þrymur á 4. vetri
Þrymur Hróðssonur er efnilegur foli úr okkar ræktun. Undan Þrumu frá Hólshúsum sem er frábær klárhryssa sem við eigum og ræktum undan með þeim Helga á Ragnheiðarstöðum og Ella og Viðju í Langholti. Hann er nú á 4. vetur og taminn í 2mánuði. Þrymur er litskrúðugur, fífilbleikbreiðblesóttur sokkóttur/leistóttur á þremur fótum og með vagl í […]
Read MoreHákon flottur
Nú er Hákon búinn að vera í tamningu í tæpa 3 mánuði, 3 vikur í haust og 7 vikur síðan í desember. Hann lofar góðu, er fljótur í form og burð. Rífandi gangur og fótaburður. Eðlisgæðingur að okkar mati.
Read MoreGísella frá Hamarsey í 3. sæti á folaldasýningu
Gísella frá Hamarsey, undan Gasellu frá Garðsá og Álfi frá Selfossi varð í 3. sæti á folaldasýningu Andvara. Gísella, sem fer til Austurríkis í fyrramálið, var tekin með í bæinn í síðustu viku og náttúrulega rakið að kippa henni með á folaldasýninguna með Sóllilju. Gísella gerði gott mót og brunaði um salinn á hreyfingamiklu […]
Read MoreSóllilja frá Hamarsey sigraði folaldasýningu
Sóllilja okkar frá Hamarsey, uppáhaldsfolald frá því síðastliðið sumar, sigraði á folaldasýningu Andvara um síðustu helgi. Sóllilja er undan einni af okkar ræktunarhryssum, Selmu frá Sauðárkróki, og hesti úr okkar ræktun, Hákoni frá Ragnheiðarstöðum. Hákon er nú í tamningu í Langholti og byrjar mjög vel að sögn tamningamannsins.
Read MoreVel heppnað ístölt 2011 á Hvaleyrarvatni
Sörli hélt sitt árlega ístölt á Hvaleyrarvatni í gærkvöldi. Það tókst sem fyrr vel upp. Veðrið var frábært, það hafði verið hörkufrost síðustu daga og vatnið nánast botnfrosið. En í gærkvöldi var að hlýna og hitastigið um frostmark. Það vantaði hins vegar tunglskin og snjó til en flóðlýsingin dugði vel. Það er skemmst frá því […]
Read MoreHappy new year
Happy new year dear friends in Iceland and abroad. After a tough year 2010 we see a brigther future and fun months ahead with winter training of young horses and off course Landsmot in Skagafjördur and world championships in Austria this coming summer. Gleðilegt nýtt ár hestamenn og vinir nær og fjær. Framundan eru spennandi […]
Read MoreMerry Christmas
Merry christmas and a happy new year. Kæru vinir og vandamenn. Gleðileg jól og farsælt komandi hrossaræktarár.
Read More