Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is
Post Image

Hamborg nærri 1. verðlaunum

Hamborg frá Feti, a 4gaited mare  daughter of our Álaborg and sired by the Andvari son Stígandi frá Leysingjastöðum, got a good breeding judgement at the breeding show in Hafnarfjörður last week. She scored 8,5 for tölt, trot, slow tölt, canter, form under rider, willingness and character. And 9,0 for gallopp. A promising competition and […]

Read More
Post Image

Hamborg á Sörlastöðum

Klárhryssan snjalla, Hamborg frá Feti, fór í fínan dóm á Sörlastöðum í vikunni. Fékk 8,5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, vilja og geðslag. Fyrir byggingu hlaut hún 8,18 og 7,94 í aðaleinkunn. Við bíðum spennt eftir yfirlitssýningu, teljum að hún eigi þónokkuð inni.

Read More
Post Image

Gasella köstuð – Brúnn Álfssonur

Gasella frá Garðsá, 1. verðlauna hryssa sem við erum með í ræktun kastaði myndarlegum brúnum Álfssyni þann 10. maí síðastliðinn. Það eru þónokkrar væntingar gerðar til þessa fola enda foreldrarnir með úrvalskosti, en ólíka þó. Hann er með BLUP 121. Það er ekki komið nafn á kappann ennþá. En uppástungurnar eru nokkrar, svo sem…

Read More
Post Image

Gullfallegt hestfolald undan Aroni og Vakningu

Hann er bara nokkuð myndarlegur, fótahár og reistur, hesturinn sem kom undan Vakningu frá Ási og Aroni frá Strandarhöfði í síðustu viku. Hann var fyrsta folaldið sem fæðist í ár á Hamarsey. Ákveðið hefur verið að halda Vakningu undir brúna ungfolann Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum, sem er úr okkar eigin ræktun. Hrafnar er undan Hátíð frá […]

Read More
Post Image

Fyrstu Hrafnarsbörnin komin í heiminn

Þá eru þau farin að týnast í heiminn, folöldin undan Hrafnari, sem komu undir í fyrra. Við vitum um tvö brún hestfolöld sem komu á síðustu dögum. Fyrstur kom Hrafn frá Eylandi hjá Davíð og Rut í Eylandi undan Hnátu frá Hábæ, 1. verðlauna klárhryssu. Síðan kom annað brúnt hestfolald hjá Jóhönnu og Elísabetu undan henni […]

Read More
Post Image

Fyrsta folald vorsins komið

Þá er fyrsta folaldið komið í heiminn á Hamarsey. Það er undan Vakningu frá Ási og Aroni frá Strandarhöfði. Folaldið er bleikálótt eins og móðirin. Kynið er óþekkt ennþá, enda Vakning yfirleitt stygg nýköstuð, en það verður rekið heim í kvöld og kíkt á.

Read More
Post Image

Stóðhestar frá Hamarsey 2011

Ungfolarnir okkar verða á ferð og flugi í vor. Háski brúnblesóttur undan Kráki og Hrund frá Árbæ er í húsnotkun að Galtastöðum og fer svo norður í Varmahlíð í byrjun júní. Hervar (á mynd hér til vinstri) undan Aroni frá Strandarhöfði og Hrund fer norður í Eyjarkot við Blönduós. Nokkur pláss eru laus undir þessar […]

Read More
Post Image

Gleðilega páska

Við rákumst á þessa 6 ára gömlu mynd af henni Þrumu. Þruma frá Hólshúsum er ein af okkar aðalræktunarhryssum. Myndin er tekin veturinn 2005 þegar Þruma var 5 vetra. Sumarið eftir fór hún svo í flottan klárhryssudóm. Meðal annars með tvær 9,5 fyrir tölt og hófa og fimm níur. Bygging 8,46 og hæfileikar 8,36. Aðaleinkunn 8,40.

Read More
Post Image

Fullt undir Hrafnar

Hrafnari er vel tekið af hrossaræktendum. Hann er fullbókaður í sumar, líkt og í fyrrasumar og kominn biðlisti fyrir húsnotkun í Austurási og gangmálið á Hömrum í sumar.

Read More
Post Image

Brokkið bjútífúl

Hákon heldur áfram að koma á óvart. Hann er æði. Líkist móður sinni mikið hvað varðar ganglag, töltið eðalmjúkt og rúmt. Brokkið er fjaðrandi. Hér fylgir með myndasería af Hákoni á brokki sem tekin var einn góðan veðurdag í byrjun mars.

Read More