Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Ræktunarfréttir 2009

Hákon tvegga daga gamall

Hákon tvegga daga gamall

Jæja, það er í nógu að snúast á hrossabúinu Hamarsey, þó lítið sé. Að taka á móti folöldum, skoða þau og pæla í, fara með hryssur undir stóðhesta, láta sónarskoða, sækja hryssur til hesta er stór hluti af ræktunarvinnunni. Stundum hugsar maður sér hversu þægilegt það væri nú að fá bara einn stóðhest heim á Hamarsey og láta allar hryssurnar undir hann. En maður vill hafa fjölbreytni í ræktuninni og er sjúkur í hina og þessa stóðhestana.

Myndin er af Hákoni okkar 2ja daga gömlum sumarið 2007. Hákon var á húsmáli á Blesastöðum í vor en er nú kominn í hólf í Flagbjarnarholti með um 12 hryssum. Það er gaman frá því að segja að fyrstu tvær hryssurnar sem fóru undir hann í vor hafa verið staðfestar fylfullar eftir kappann með sónarskoðun. 

 HRYSSA STÓÐHESTUR   STAÐFEST FYL
Þruma frá Hólshúsum Kvistur frá Skagaströnd  x
Þula frá Neðra-Seli  Krákur frá Blesastöðum  x
Vakning frá Ási  Fróði frá Staðartungu  x
Garún frá Sauðárkróki Glymur frá Innri-Skeljabrekku  x
Fasta frá Hofi Álfur frá Selfossi
Glóð frá Árbæ Hróður frá Refsstöðum
Álaborg frá Feti Hróður frá Refsstöðum
Selma frá Sauðárkróki Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Gnípa frá Hólum  Álfur frá Selfossi

Ennfremur eru þrír af okkar ungu stóðhestum í hryssum.Reykur er í Gerðum í Landeyjum í um 18 hryssum. Þrymur er á hjá Guðbjörgu í Eyjarkoti við Blönduós í um 13 hryssum. Hákon er í Flagbjarnarholti í um 12 hryssum.