Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Prinsessan hún Álaborg

Álaborg frá Feti

Álaborg frá Feti

Álaborg frá Feti er tignarleg stóðmeri. Hún er fædd árið 2000 og var sýnd á Landsmóti 2004 á Hellu þar sem hún endaði í 3. sæti fjögurra vetra hryssna á eftir Björk frá Litlu-Tungu og Öldu frá Brautarholti. Álaborg hefur síðan verið í ræktun og er nú fylfull við Hróðri frá Refsstöðum.

Hamarsey á þrjú afkvæmi undan Álaborgu og er það fyrsta komið í tamningu. Það er bráðefnileg dóttir Stíganda frá Leysingjastöðum, jörp hryssa á fimmta vetri, Hamborg frá Feti. 

Hamarseyjarbúið átti lengi vel helminginn í Álaborg en síðastliðið vor var hinn helmingurinn keyptur. Álaborg á því nú heima á Hamarsey…og unir hag sínum vel. Hér eru nokkrar myndir af Álaborg frá því í haust. Folaldið sem fylgir henni er hryssa undan Aroni frá Strandarhöfði, Anna frá Hamarsey.

Afkvæmi Álaborgar:

Fæðingarnúmer Nafn Uppruni Faðir Uppruni Aðaleinkunn kynbótamats
IS2005286901 Hamborg frá Feti  Stígandi  frá  Leysingjastöðum 118
IS2006186924 Heiðar frá Feti  Ketill  frá  Feti 116
IS2007182313 Alvar frá Hamarsey  Frakki frá  Feti 116
IS2008186926 Guðmundur frá Feti  Blær  frá  Torfunesi 123
IS2009282315 Anna frá Hamarsey  Aron  frá  Strandarhöfði 120

 

 

 

Dómur Álaborgar frá LM2004

 

Landsmót 2004 – Hella

Dagsetning móts: 28.06.2004 – Mótsnúmer: 12
Íslenskur dómur

IS-2000.2.86-904 Álaborg frá Feti

Sýnandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson

Mál (cm):

139   134   62   140   27,0   18,0

Hófa mál:

V.fr. 8,5   V.a. 7,6

Aðaleinkunn: 8,25

 

Sköpulag: 8,26

Kostir: 8,24

Höfuð: 8,0
Skarpt/þurrt   Löng eyru
Háls/herðar/bógar: 8,5
Bak og lend: 8,5
Vöðvafyllt bak   Djúp lend   Beint bak
Samræmi: 8,5
Hlutfallarétt
Fótagerð: 7,5
Þurrir fætur   Langar kjúkur
Réttleiki: 8,0
Hófar: 8,5
Prúðleiki: 8,0
Tölt: 8,5
Brokk: 8,0
Rúmt   Öruggt
Skeið: 7,0
Stökk: 9,0
Ferðmikið   Teygjugott
Vilji og geðslag: 8,5
Ásækni   Þjálni
Fegurð í reið: 8,5
Góður höfuðb.
Fet: 8,0
Taktgott   Skrefmikið
Hægt tölt: 8,5
Hægt stökk: 8,5
Álaborg og Anna.

Álaborg og Anna.

 

Álaborg í janúar 2010.

Álaborg í janúar 2010.