Prinsessan hún Álaborg
Álaborg frá Feti er tignarleg stóðmeri. Hún er fædd árið 2000 og var sýnd á Landsmóti 2004 á Hellu þar sem hún endaði í 3. sæti fjögurra vetra hryssna á eftir Björk frá Litlu-Tungu og Öldu frá Brautarholti. Álaborg hefur síðan verið í ræktun og er nú fylfull við Hróðri frá Refsstöðum.
Hamarsey á þrjú afkvæmi undan Álaborgu og er það fyrsta komið í tamningu. Það er bráðefnileg dóttir Stíganda frá Leysingjastöðum, jörp hryssa á fimmta vetri, Hamborg frá Feti.
Hamarseyjarbúið átti lengi vel helminginn í Álaborg en síðastliðið vor var hinn helmingurinn keyptur. Álaborg á því nú heima á Hamarsey…og unir hag sínum vel. Hér eru nokkrar myndir af Álaborg frá því í haust. Folaldið sem fylgir henni er hryssa undan Aroni frá Strandarhöfði, Anna frá Hamarsey.
Afkvæmi Álaborgar:
Fæðingarnúmer | Nafn | Uppruni | Faðir | Uppruni | Aðaleinkunn kynbótamats | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
IS2005286901 | Hamborg | frá Feti | Stígandi | frá | Leysingjastöðum | 118 | ||
IS2006186924 | Heiðar | frá Feti | Ketill | frá | Feti | 116 | ||
IS2007182313 | Alvar | frá Hamarsey | Frakki | frá | Feti | 116 | ||
IS2008186926 | Guðmundur | frá Feti | Blær | frá | Torfunesi | 123 | ||
IS2009282315 | Anna | frá Hamarsey | Aron | frá | Strandarhöfði | 120 |
Dómur Álaborgar frá LM2004
Landsmót 2004 – Hella
Dagsetning móts: 28.06.2004 – Mótsnúmer: 12
Íslenskur dómur
IS-2000.2.86-904 Álaborg frá Feti
Sýnandi: Guðmundur Friðrik BjörgvinssonMál (cm):139 134 62 140 27,0 18,0 Hófa mál:V.fr. 8,5 V.a. 7,6 Aðaleinkunn: 8,25 |
Sköpulag: 8,26 |
Kostir: 8,24 |
Höfuð: 8,0 Skarpt/þurrt Löng eyru Háls/herðar/bógar: 8,5 Bak og lend: 8,5 Vöðvafyllt bak Djúp lend Beint bak Samræmi: 8,5 Hlutfallarétt Fótagerð: 7,5 Þurrir fætur Langar kjúkur Réttleiki: 8,0 Hófar: 8,5 Prúðleiki: 8,0 |
Tölt: 8,5 Brokk: 8,0 Rúmt Öruggt Skeið: 7,0 Stökk: 9,0 Ferðmikið Teygjugott Vilji og geðslag: 8,5 Ásækni Þjálni Fegurð í reið: 8,5 Góður höfuðb. Fet: 8,0 Taktgott Skrefmikið Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,5 |