Litskrúðugur Hróðssonur – Þrymur á 4. vetri
Þrymur Hróðssonur er efnilegur foli úr okkar ræktun. Undan Þrumu frá Hólshúsum sem er frábær klárhryssa sem við eigum og ræktum undan með þeim Helga á Ragnheiðarstöðum og Ella og Viðju í Langholti. Hann er nú á 4. vetur og taminn í 2mánuði. Þrymur er litskrúðugur, fífilbleikbreiðblesóttur sokkóttur/leistóttur á þremur fótum og með vagl í auga….enginn smá litur þar.
Þrymur er stór og þroskaður foli. Gott geðslag og fallega byggður
Hann ætti að verða góður þessi, enda báðir foreldrar með 9,5 fyrir tölt.