Hamborg í góðum gír
Hamborg frá Feti er 5 vetra klárhryssa í okkar eigu. Hún er undan Álaborgu frá Feti sem er ein af ræktunarhryssunum á Hamarsey og Stíganda frá Leysingjastöðum (f. Andvari frá Ey). Hamborg fór í flottan byggingardóm í fyrra, 8,06. Þar á meðal 8,5 fyrir samræmi, háls/herðar, bak/lend og hófa. Hamborg er framtíðar keppnishross, hefur góðar grunngangtegundir er fasmikil og hágeng.