Linda stóð sig vel
Linda frá Feti, nýjasta viðbótin í hryssuhóp Hamarseyjar, stóð sig vel á síðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum. Hún fékk 8,5 á línuna ef svo má segja, 5 vetra klárhryssa. Dóminn má sjá með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar. Linda verður þjálfuð áfram, hún býr yfir miklu rými og fótaburði, og teljum við hana eiga mikið inni. […]
Read MoreHáski á Hamarsey
Háski er hestfolald undan 1. verðlauna Keilisdótturinni Hrund frá Árbæ og hinum magnaða Krák frá Blesastöðum. Háski fæddist daginn sem Suðurlandsskjálftinn 2008 – 6,3 á Richter reið yfir og þaðan kemur nafnið á honum. Allir undruðust blesuna þar sem hvorki Krákur né Hrund eru stjörnótt, hvað þá blesótt. Hins vegar eru stjörnur í öfum og […]
Read MoreÁlaborg fylfull við Aroni
Við fengum gott símtal frá Gumma Bærings, húskarli í Árbæ, í gær. Álaborg frá Feti hafði sónarskoðast fylfull við Aroni frá Strandarhöfði. Álaborg er ein af stofnræktunarhryssum hjá Hamarsey en búið á helminginn í henni á móti hrossaræktarbúinu Feti. Fyrir á Hamarsey Álaborgarsoninn og stóðhestefnið Alvar sem nú er veturgamall, gullfallegur, óvenju hreyfingafallegur foli, laus […]
Read MoreTaktur til sölu
Ávallt er úrval söluhrossa hjá hamarsey.is. Taktur er nýjasta viðbótin á tenglinum Hestar til sölu hér til hægri Taktur frá Ragnheiðarstöðum er 6 vetra svartstjörnóttur efnilegur keppnishestur. Mikið fax, grannbyggður og bolléttur. Hágengur á hægu tölti, mikill burður, frábærar grunngangtegundir, sérstaklega hægt stökk. Kann flestar einföldustu hlýðniæfingar. Þægur hestur en hefur góðan vilja.
Read MoreTinnusvartur undan Tönju
Okkar fæddist folald í síðustu viku. Í heiminn kom tinnusvartur hestur undan Tönju frá Ragnheiðarstöðum og gæðingnum Þey frá Akranesi. Sá svarti er flottur, fer um á tölti og brokki, hágengur og skrefmikill. Þá eru öll folöld sumarsins kominn í heiminn en þau voru alls sex talsins hjá Hamarsey árið 2008. IS1993287730 Tanja frá Ragnheiðarstöðum […]
Read MoreGasella undir Landsmótssigurvegara
Við ákváðum að halda Gasellu undir Gust frá Lækjarbakka en hann sigraði ungmennaflokk á LM2008 með glæsibrag, vann sig upp úr B-úrslitum og sló í gegn. Gustur frá Lækjarbakka er sérstakur hestur. Hann er einn af sonum Gusts frá Grund sem hefur tætt í sig keppnis- og kynbótabrautina með tilþrifum. Fótaburður, kraftur og fas er […]
Read MoreHátíð + Gaumur
Hátíð frá Úlfsstöðum var leidd undir Gaum frá Auðsholtshjáleigu á vordögum. Hún var sónarskoðuð fylfull rétt eftir Landsmót með 20 daga fyli. Gunnar bóndi í Auðsholtshjáleigu hafði á orði þegar Hátíð kom til móts við Gaum í Grænhóli í júní síðastliðnum að íslensk hrossarækt ætti eftir að kynnast nýrri tegund þegar þetta afkvæmi kæmi í […]
Read More1. verðlauna hryssa til sölu
Rák frá Ragnheiðarstöðum sem fór í 1. verðlaun í fyrra 5 vetra gömul, fylfull við Gaumi frá Auðsholtshjáleigu, er komin á sölusíðuna.
Read MoreLandsmótsstemmning
Sara og Gasella stóðu sig vel í dag. Þær komu út með svipaða einkunn og í forskoðun, þær eiga báðar inni. Veðrið var fremur kalt í morgun þegar Landsmót hófst, norðangarri og skýjað. Það setti svip sinn á fyrstu klukkustundirnar, hrossin voru köld. Það hlýnaði hins vegar þegar leið á daginn og einkunnirnar tóku að […]
Read MoreHrossarækt 2009 hjá Hamarsey
Vorið 2009 verður spennandi. Við höldum 9 hryssum í ár og hafa þrjár hryssur, Þruma, Hrund og Selma þegar verið sónaðar með fyli. Nú eru komin fimm folöld í heiminn. Gnótt undan Gnípu og Stála, Fregn undan Föstu og Sæ, Háski undan Hrund og Kráki, Ónefndur undan Hátíð og Orra, Þröm undan Þrumu og Þokka. […]
Read More