Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Author Archives: Hamarsey

Post Image

Sænsk Frostrós

Það er alltaf gaman að fá fréttir frá ánægðum eigendum í útlöndum. Hana Frostrós seldum við til Svíþjóðar í haust og er hún nú eins og blóm í eggi hjá nýja eigandanum, Monicu Kylbrant. Frostrós er sú gráa. Hún er á fjórða vetri, undan Trú frá Auðsholtshjáleigu og 1. verðlauna hryssunni Vöku frá Brúarreykjum. Áður en […]

Read More
Post Image

Ístölt Sörla á Hvaleyrarvatni

Þriðjudagskvöldið 5. janúar síðastliðinn stóð hestamannafélagið Sörli fyrir þrælskemmtilegu ísmóti á Hvaleyrarvatni. Hvaleyrarvatn situr í skál skógivaxinna hlíða fyrir ofan félagssvæði Sörla. Dagana áður hafði frostið verið mikið, -10 til -15°C og ísinn því traustur. Hins vegar var að hlýna þetta kvöld og frostið ekki nema um -3°C þegar keppni hófst kl. 18:00. Ísinn var […]

Read More
Post Image

Röskva og Brana eru bestu vinkonur

Þær Röskva og Brana hafa verið óaðskiljanlegar frá því þær hittust fyrst veturgamlar á Hamarsey. Þær gráta hneggjandi á hvor aðra þegar önnur er tekin í reiðtúr, járningu eða bara út úr stíunni. Þessar stöllur eru nú á fjórða vetri, stóðu sig vel í frumtamningu í haust og eru nú komnar inn í frekari tamningu. Þær hafa verið hjá […]

Read More
Post Image

Stóðhestaval næsta sumar

Í uppvexti á Hamarsey eru nokkrir álitlegir 2ja og 3ja vetra folar. Allir eru þeir undan vinsælum stóðhestum og 1. verðlauna hryssum. Ákveðið er að þeir verði allir í hryssum sumarið 2010 og er hægt að leggja inn pantanir á hamarsey@hamarsey.is

Read More
Post Image

Platína komin til útlanda

Hestasala hefur verið lífleg þetta haustið, alveg eins og hrunhaustið 2008. Því hafa mörg hross yfirgefið klakann á síðustu mánuðum, eða um 1500 á öllu árinu. Platína frá Holtsmúla var ein af þeim en nýjir eigendur hennar, hjónin Chantal og Jeroen, sendu okkur mynd af Platínu og vinkonu hennar þegar þær voru lentar á hollenskri grundu. Það […]

Read More
Post Image

Gleðileg jól – Merry Christmas

Hamarsey óskar vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári 2010.

Read More
Post Image

Linda sundgöngugarpur

Þær eru margar nýjar þjálfunaraðferðirnar sem hafa sprottið upp á síðustu árum, sund á beinni braut og hringnum, göngubretti og svo sundgöngubrettið. Það er einmitt slík þjálfun sem Linda frá Feti gengst undir þessa dagana. Vinir okkar á Kvíarhóli/Sunnuhvoli www.tumi.is taka að sér hross í þjálfun á vatnsgöngubrettinu þar á bæ. Gangan á brettinu með vatn upp að miðjum […]

Read More
Post Image

Í hryssum í Eyjarkoti

Þrymur, 2ja vetra bleikblesóttur, sokkóttur foli fór til Guðbjargar Gestsdóttur og fjölskyldu í Eyjarkoti við Blönduós í sumar. Þar sinnti hann hryssum Guðbjargar og nokkurra kunningja hennar. Alls fékk hann til sín um 15 hryssur. Hann var duglegur í hryssunum og er líklegt að hann hafi fyljað þær flestar ef ekki allar, hins vegar er […]

Read More
Post Image

Smári iðinn við kolann

Vinur okkar, hinn síglaði Smári Adólfsson er iðinn hestamaður. Við kíktum á hann inní Sörla í Hafnarfirði á dögunum. Hann er alltaf með góð hross inni, jafnan flest til sölu. Iðulega er einhver “sem hentar akkurat fyrir þig”. Þegar við rákumst á hann var hann á fjallmyndarlegum brúnskjóttum hesti. Við spurðum náttúrulega hvort hann væri […]

Read More
Post Image

Systurnar komnar á hamarsey.is

Systurnar Röskva og Hugmynd eru nú komnar undir flokkinn Tryppi hér til vinstri á síðunni. Þar er að finna myndir, ættartré og upplýsingar um þessi efnilegu mertyppi undan Hætti frá Þúfum og Sauðárkróksmerunum Slettu og Viðju. Báðar hryssurnar eru á fjórða vetri og eru komnar í tamningu. Röskva er hjá Erlingi og Viðju í Langholti […]

Read More