Hrafnar með frábæra fyljun
Hrafnar, tveggja vetra, undan Hátíð frá Úlfsstöðum og Orra frá Þúfu var í hryssum í sumar. Við byrjuðum með hann á húsi hjá okkur í Hafnarfirði og fyljaði hann fjórar hryssur þar. Hann fór svo til Auðar og Sigga að Hömrum í Grímsnesi í byrjun júní og var þar í hólfi þar til í lok ágúst. […]
Read MoreFylfull og á leið í frí
Linda frá Feti er mögnuð hryssa. Fótaburður og vilji er hennar sérgrein. Brokk og stökk er frábært. Síðasti reiðtúrinn var farinn fyrir skemmstu en Linda er nú fylfull við Frakki frá Langholti, Vilmundssyni sem stóð efstur á miðsumarsýningu á Hellu í sumar í flokki 6 vetra stóðhesta.
Read MoreHákon byrjar vel
Hákon, undan Hátið frá Úlfsstöðum og Álfi frá Selfossi, byrjar vel. Frumtamningu er lokið og hann kominn út á ný. Við erum búin að setja inn nýjar myndir og myndbönd af því þegar Hákon var tekinn út á dögunum. Sjá nánar á heimasíðu Hákons.
Read MoreHamborg – efnileg klárhryssa
Hamborg frá Feti er undan Álaborgu frá Feti og Stíganda frá Leysingjastöðum. Hún var ekki tamin að ráði fyrr en á 5. vetri og var orðin nokkuð góð í sumar sem leið. Hún var þó ekki tilbúin í hæfileikadóm en fór í byggingardóm og stóð sig með prýði. Fékk 8,5 fyrir háls/herðar, bak/lend, samræmi og […]
Read MorePer í heimsókn
Per, vinur okkar frá Noregi, og annar eigandi Hamarseyjar kom í heimsókn til landsins í ágúst. Það var mikið brallað, meðal annars farið með hryssu í byggingardóm, farið með Föstu frá Hofi undir Héðinn í Árbakka, farið með Hrund og Lindu í sónarskoðun, í heimsókn á Grænhól, á Blesastaði og til Olil Amble.
Read MoreGott mót í Hólminum
Við höfum verið með annan fótinn í Stykkishólmi í sumar, þar sem Hannes hefur verið við vinnu á sjúkrahúsinu þar. Að sjálfsögðu tóku við nokkur hross með og þjálfuðum. Það er líflegt hestamennska í Stykkishólmi og Hólmarar höfðingjar heim að sækja. Þegar Hestamannafélagið Snæfellingur hélt þar gæðingakeppni, tölt og skeið tókum við þátt og höfðum […]
Read MoreHákon stendur sig vel
Hákon, þriggja vetra foli undan Álfi og Hátíð, hefur verið í hryssum í sumar. Í vor var hann á húsnotkun í Austurási en nú í sumar í hólfi í Flagbjarnarholti í Holta- og landsveit. Það hefur gengið vel hjá kappanum. Hann fyljai 9 hryssur á húsi og er nú búinn að fylja 16 í hólfinu. Hann er feitur […]
Read MoreSara fylfull við Tenóri
Sara frá Sauðárkróki er fylfull við Tenóri frá Túnsbergi. Sara, sem er 8 vetra gömul, hefur verið eitt okkar aðal reiðhross síðustu ár auk þess að taka þátt í keppni og sýningum. Hún er nú komin í folaldseignir og á vonandi eftir að gefa okkur spennandi afkvæmi. Tenór er undan Garra frá Reykjavík, Orrasyni frá Þúfu […]
Read MoreFantasía frá Hamarsey – síðasta folald ársins
Þó það sé nú frekar seint í rassinn gripið að fæðast í byrjun ágúst þá á hún nokkuð góða daga framundan, amk samkvæmt veðurspá næstu daga, það eru hlýindi í kortunum. Fantasía frá Hamarsey á hún að heita, dóttir Álfs frá Selfossi og Föstu frá Hofi. Fantasía er fjórða einlita folaldið sem við fáum í ár […]
Read MoreRöskva í 1. verðlaun fyrir byggingu
Our 4 year old Röskva frá Sauðárkróki got 1. prize for conformation when shown at Hella last week. Röskva is a big and mature mare, measures 143cm on the shoulders, with promising riding abilities and good spirit. We believe she can gain her conformation score considerably, with improvements in scores for neck/shoulders, back and hoofs. […]
Read More