Gengur vel í Noregi
Vinur okkar, samstarfsaðili og meðeigandi að Hamarsey, hinn norski Per S. Thrane stundar sína hrossarækt að lang mestu leyti hér á Íslandi – með okkur á Hamarsey. Hann er hins vegar með nokkur hross úti hjá sér í Noregi og eru þau ekki af verri endanum. Helst ber að geta Vísu frá Sundsberg, undan einum hæst dæmda stóðhesti í heimi, Ísari frá Keldudal og Vöku frá Österåker. Vísa er með BLUP 124.
Það var Vignir Jónasson sem sýndi Vöku í kynbótadómi í vor og fékk hún í aðaleinkunn 8,15 fjögurra vetra gömul og var hæst dæmda 4 vetra hryssan í Svíþjóð í ár.