Fantasía frá Hamarsey – síðasta folald ársins
Þó það sé nú frekar seint í rassinn gripið að fæðast í byrjun ágúst þá á hún nokkuð góða daga framundan, amk samkvæmt veðurspá næstu daga, það eru hlýindi í kortunum. Fantasía frá Hamarsey á hún að heita, dóttir Álfs frá Selfossi og Föstu frá Hofi. Fantasía er fjórða einlita folaldið sem við fáum í ár undan skjóttum feðrum. Þremur hryssum var haldið undir Álf frá Selfossi og einni undir son hans, hinn rauðskjótta Hákon. Við fengum tvær rauðar hryssur og fífilbleikan hest undan Álfi og eina bleikstjörnótta hryssu undan Hákoni.