Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Author Archives: Hamarsey

Post Image

Góður árangur í Gæðingakeppni Sörla

Gæðingakeppni er skemmtilegt keppnisform þar sem farið er fram á útgeislun, kraft og rými hjá hrossinu. Við tókum þátt í Gæðingakeppni Sörla um síðastliðna helgi með góðum árangri. Inga fór með Söru sína frá Sauðárkróki í B-flokkinn og var í 5. sæti eftir forkeppni. Hannes fór í A-flokk og 100 metra skeið með Vakningu frá […]

Read More
Post Image

Inga og Sara stóðu sig vel

Inga og Sara frá Sauðárkróki stóðu sig vel á opnu WR íþróttamóti Sörla um helgina. Þær fóru í 6,50 í forkeppni sem skilaði þeim í 5. sæti og í úrslit. Keppnin var hörð enda bara atvinnuknapar í úrslitum auk Ingu.

Read More
Post Image

Hæga töltið í Hátign

Hún er að verða helv… flott á hægu tölti hún Hátign frá Ragnheiðarstöðum, 8 vetra moldótt klárhryssa sem við höfum verið með í þjálfun í vetur. Hannes keppti í tölti og fjórgangi á henni á opnu WR íþróttamóti Sörla um helgina, gekk ágætlega, voru rétt utan við úrslit í opnum flokki.

Read More
Post Image

Selmu og Hákonsdóttir er fædd

Um helgina fengum við gullfallega hryssu, bleikálótta stjörnótta, undan Selmu okkar Óðsdóttur frá Sauðárkróki og Hákoni okkar (undan Álfi og Hátíð).

Read More
Post Image

Vorið komið hjá folunum

Ungfolarnir okkar hafa í nógu að snúast þessa dagana. Smekkfullt er hjá Hákoni í allt sumar og slegist um tolla undir hann. Litli bróðir Hákons, hinn tveggja vetra gamli Hrafnar, er á húsmáli hjá okkur í Hafnarfirði og er nú þegar búinn með þrjár hryssur, þar á meðal tvær 1. verðlauna hryssur, Bríeti frá Skeiðháholti og Hnátu frá […]

Read More
Post Image

Hrossaræktin 2009

Næsta vor er von á hvorki fleiri né færri en átta folöldum á Hamarsey. Mæðurnar eru allar 1. verðlauna hryssur og má lesa um þær undir flokknum hryssur. Feðurnir eru sjö talsins, allt hátt dæmdir 1. verðlauna stóðhestar en flestir óreyndir sem kynbótahestar. Frjósemin var góð, níu hryssum var haldið og fyljuðust allar nema ein. Sú sem fyljaðist ekki heitir […]

Read More
Post Image

Logo-ið endurbætt

Hér til hliðar er endurbætt logo Hamarseyjar. Við breyttum letrinu og gerðum smávægilegar lagfæringar á myndinni. Heiðurinn að logo-inu eiga Axel Jón Fjeldsted og Jón Laufdal en það var einmitt Axel Jón sem stofnaði Tímaritið HESTAR og fréttasíðuna hestar.net með undirrituðum árið 2003. Tímaritið HESTAR var lagt af í lok árs 2007 þegar Eiðfaxi keypti […]

Read More
Post Image

Harka frá Hamarsey – IS2009282313

Harka frá Hamarsey litur: jörp, -stjörnótt F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu M: Hátíð frá Úlfsstöðum

Read More
Post Image

Forsíðufyrirsætan fylfulla

Einn kaldan maímorgun, stuttu eftir að Hátíð fékk 10,0 fyrir tölt á vorsýningu árið 2006, fórum við upp í Grímsnes. Tilefnið var myndataka fyrir forsíðuna á Tímaritinu HESTAR sáluga. Forsíðumyndin var flott og sést hún ef þið smellið á lesa meira hér að neðan. Hins vegar birtist þessi mynd sem er hér til vinstri aldrei. […]

Read More
Post Image

Hekla hestastelpa 3 ára í dag

Í dag 30. desember 2008 á Hekla Rán dóttir okkar afmæli, hún er þriggja ára í dag. Til hamingju með afmælið Hekla Rán.

Read More