Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Author Archives: Hamarsey

Post Image

Ræktunarfréttir 2009

Jæja, það er í nógu að snúast á hrossabúinu Hamarsey, þó lítið sé. Að taka á móti folöldum, skoða þau og pæla í, fara með hryssur undir stóðhesta, láta sónarskoða, sækja hryssur til hesta er stór hluti af ræktunarvinnunni. Stundum hugsar maður sér hversu þægilegt það væri nú að fá bara einn stóðhest heim á […]

Read More
Post Image

Hátíð eignast albróður

Hátíð frá Sauðárkróki eignaðist albróður á dögunum. Vinir okkar á Sauðárkróki voru svo heppin að fá gullfallegan hest, leirljósan, blesóttan, sokkóttan undan Hvíta-Sunnu frá Sauðárkróki og Hróðri frá Refsstöðum. Það er nokkuð ljóst að haldið verður undir þennan litfagra fola í framtíðinni. Við óskum Guðmundi, Auði og fjölskyldu til hamingju með folaldið. Hátíð var í tamningu hjá Erlingi […]

Read More
Post Image

Tognar úr Brönu

Brana frá Blesastöðum var gullfalleg sem folald, óvenjulega sperrt og hlutfallarétt. Hún hins vegar varð svolítið tryppaleg síðustu tvö ár með misvexti og ljótu hárafari. Nú er hún hins vegar orðin 3ja vetra og stækkar hratt, það tognar úr henni. Hálsinn er grannur og hátt settur, herðarnar góðar og kverkin klipin. Yfirlínan er mjúk, bakið […]

Read More
Post Image

Hryssur kasta, hryssur fyljast

Ætli það sé ekki bara fínt að vera ræktunarhryssa. Eftir að hafa haft það gott um veturinn á útigjöf með öllu tilheyrandi bíður maður eftir folaldinu inní sér að fæðast. Tryppalingurinn, folaldið sem maður eignaðist í fyrra, var tekinn undan snemma í vetur og hættur að bögga mann. Svo kemur vorið, með grænu grösunum og […]

Read More
Post Image

Blautt mót í Hafnarfirði

Við stóðum okkur ágætlega á blautu tölt og skeiðmóti í Hafnarfirðinum í gær. Inga komst í B-úrslit í sterkri töltkeppni og Hannes náði flottum tíma í 100m skeiði, 8,28sek og 4. sætinu.

Read More
Post Image

Tumi í stuði

Tumi er fallegur veturgamall geltur foli undan 1. verðlauna klárhryssunni Tönju frá Ragnheiðarstöðum (undan Hrafni frá Holtsmúla) sem fékk 9,0 fyrir tölt og brokk í kynbótadómi. Faðir Tuma er stórgæðingurinn Þeyr frá Akranesi (2. sæti í 5 vetra flokki stóðhesta á LM2006). Tumi er til sölu. Tumi frá Hamarsey IS2008182313 F: Þeyr frá Akranesi (8,55) […]

Read More
Post Image

Linda í fyrstu verðlaun

Linda frá Feti, Sveins-Hvervarsdóttir, fór í 1. verðlaun á Gaddstaðaflötum í vikunni. Hún fékk meðal annars 9,0 fyrir brokk, fegurð í reið, vilja og geðslag. Í forskoðun gleymdist að sýna hægt tölt og fékk hún því aðeins 8,0 fyrir tölt þegar hún klárlega brunaði brautina á 9,0 tölti. Það átti að laga á yfirliti en […]

Read More
Post Image

Gasella kastaði gullfallegum hesti

Gasella frá Garðsá kastaði um helgina fallegum rauðtvístjörnóttum hesti undan Gusti frá Lækjarbakka. Við vorum svo heppin að lenda á Hamarsey í þann mund sem sá stutti kom í heiminn. Við sáum Gasellu kara sitt fyrsta folald og hvernig mertryppin slógu skjaldborg um mæðginin og fylgdust spenntar með, meira að segja hjálpuðu þær til við […]

Read More
Post Image

Góð ferð í Fák

Við skelltum sér á Reykjavíkurmeistaramót í Fáki í lok maí. Inga keppti á Söru frá Sauðárkróki í tölt og fjórgangi. Hannes keppti á Hátign frá Ragnheiðarstöðum í tölti og fjórgangi auk þess að fara með Vakningu frá Ási í fimmgang og gæðingaskeið. Skemmst er frá því að segja að mótið gekk ágætlega. Hannes varð í […]

Read More
Post Image

Í 13 hryssur að Gerðum

Við fórum með Reyk, efnilegan stóðhest, úr okkar ræktun í hryssur að Gerðum í V-Landeyjum um síðustu helgi (www.gerdar.tk) Það eru þær frænkur Íris Fríða og Sigríður sem fengu hann lánaðan í hryssurnar sínar í sumar, flest allt vel ættaðar og litríkar hryssur. Hólfið sem Reykur fékk til að deila með hryssunum í sumar er […]

Read More