Vel heppnað ístölt 2011 á Hvaleyrarvatni
Sörli hélt sitt árlega ístölt á Hvaleyrarvatni í gærkvöldi. Það tókst sem fyrr vel upp. Veðrið var frábært, það hafði verið hörkufrost síðustu daga og vatnið nánast botnfrosið. En í gærkvöldi var að hlýna og hitastigið um frostmark. Það vantaði hins vegar tunglskin og snjó til en flóðlýsingin dugði vel.
Það er skemmst frá því að segja að Hannes og Röskva frá Sauðárkróki urðu í 2. sæti í karlaflokknum.

Röskva, sem er á fimmta vetri, var tamin í fyrra í um 4 mánuði en var tekin snemma inn í ár. Hún er því komin í hörkuform. Það er stefnt með hana í fullnaðardóm í vor en hún var á góðri leið í fyrra þegar hóstapestin dundi yfir. Röskva fór þó í byggingardóm og náði í 8,06 þar. Okkur finnst hún eiga mikið inni enn hvað varðar kosti og ekki síður teljum við að hún hækki í byggingu.