Hátíð frá Sauðárkróki, knapi Sigurður V. Matthíasson.
Þá er þjálfun hafin á fullu eftir haustfrí eldri hrossa og frumtamningar 3ja vetra tryppana. Eins og við sögðum frá hér á síðunni í haust voru þrír folar frá okkur frumtamdir í haust. Hákon, undan Álfi og Hátíð frá Úlfsstöðum, Þrymur, undan Hróðri og Þrumu frá Hólshúsum og Alvar, undan Frakka frá Feti og Álaborgu frá Feti. Þessir folar eru allir efnilegir, voru auðtamdir og ljúfir. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur, en þeir koma allir inn núna í desember.
Nú höfum við hafið þjálfun á ungum hryssum sem voru allar í þjálfun í fyrra. Við tókum þær allar inn til okkar í Hafnarfjörðinn þar sem reiðfærið hefur verið frábært undanfarnar vikur. Nú er búið að raka, raspa og járna allar hryssurnar og byrjað að þjálfa af krafti.
Hátíð frá Sauðárkróki, knapi Sigurður V. Matthíasson.
Fyrsta má nefna Hátíð frá Sauðárkróki, 5 vetra, undan Hróðri frá Refsstöðum og Hvíta-Sunnu frá Sauðárkróki. Hún er á leið í þjálfun til Mette og Gísla á Þúfum.
Brana frá Blesastöðum, knapi Erlingur Erlingsson.
Brana frá Blesastöðum, 4 vetra, undan Keili frá Miðsitju og Röst frá Hrafnkelsstöðum. Brana er getumikil ahliðahryssa með sterka byggingu.
Röskva frá Sauðárkróki, knapi Ólafur A. Guðmundsson.
Hugmynd frá Sauðárkróki, knapi Mette Manseth.
Hugmynd frá Sauðárkróki, 4 vetra, undan Hætti frá Þúfum og Viðju frá Sauðárkróki. Hugmynd er kraftmikil hryssa, með allan gang. Hún er fyrir norðan í fóstri hjá Guðmundi og Auði á Sauðárkróki. Hún fer á ný til Mettu og Gísla í janúar nk.
Hamborg frá Feti, knapi Erlingur Erlingsson.
Hamborg frá Feti er 5 vetra, undan Álaborgu frá Feti og Stíganda frá Leysingjastöðum. Efnileg keppnishryssa í tölt og fjórgang. Fór í 8,06 fyrir byggingu sl. sumar en stefnt á fullnaðardóm í vor. Hún fer fljótlega í áframhaldandi þjálfun í Langholt, til Viðju og Ella.