Sóllilja frá Hamarsey sigraði folaldasýningu
Sóllilja okkar frá Hamarsey, uppáhaldsfolald frá því síðastliðið sumar, sigraði á folaldasýningu Andvara um síðustu helgi. Sóllilja er undan einni af okkar ræktunarhryssum, Selmu frá Sauðárkróki, og hesti úr okkar ræktun, Hákoni frá Ragnheiðarstöðum. Hákon er nú í tamningu í Langholti og byrjar mjög vel að sögn tamningamannsins.

Við stóðumst ekki mátið að smella nokkrum myndum af Sóllilju í snjónum. Hún stoppaði þó stutt hjá okkur í Hafnarfirðinum, við fórum með hana aftur í dag upp á folaldahótelið að Hrafnkelsstöðum, þar sem Hanna og Haraldur tóku vel á móti henni.