Smári iðinn við kolann
Vinur okkar, hinn síglaði Smári Adólfsson er iðinn hestamaður. Við kíktum á hann inní Sörla í Hafnarfirði á dögunum. Hann er alltaf með góð hross inni, jafnan flest til sölu. Iðulega er einhver “sem hentar akkurat fyrir þig”.
Þegar við rákumst á hann var hann á fjallmyndarlegum brúnskjóttum hesti. Við spurðum náttúrulega hvort hann væri til sölu…og viti menn…ásett verð 250þúsund. Einnig var þar til sölu rauður stórefnilegur fimmgangari og jörp þriggja vetra fluggeng dóttir Takts frá Tjarnarlandi.