Sara orðin ráðsett ræktunarhryssa
Sara frá Sauðárkróki er komin í folaldseignir. Hún er fylfull við Tenóri frá Túnsbergi og á von á folaldi í maí 2011. Við kveðjum Söru með söknuði úr hesthúsinu, en hún hefur verið eitt okkar aðalreiðhross síðustu árin. Eftirvæntingin er mikil eftir afkvæminu hennar og skjótum við á að Sara verði ein af okkar bestu ræktunarhryssum í framtíðinni.
Síðustu tvö árin hafa Sara og Inga staðið sig vel á keppnisvellinum. Það er óhætt að segja að Sara sé fjölhæf hryssa, alhliða hryssa eins og þær gerast bestar. Þær stöllur hafa sigrað mörg vetrarmót, gengið vel á ístöltmótum, náð flottum árangri í töltkeppni og fjórgangi og bestum í B-flokki gæðinga. Nú í ár var farið að þróa skeiðið í Söru enn betur og skilaði það sér með góðum árangri í keppni í A-flokki, 100m skeiði og ekki síst 9,0 fyrir skeið í kynbótadómi.