Röskva og Brana eru bestu vinkonur
Þær Röskva og Brana hafa verið óaðskiljanlegar frá því þær hittust fyrst veturgamlar á Hamarsey. Þær gráta hneggjandi á hvor aðra þegar önnur er tekin í reiðtúr, járningu eða bara út úr stíunni. Þessar stöllur eru nú á fjórða vetri, stóðu sig vel í frumtamningu í haust og eru nú komnar inn í frekari tamningu. Þær hafa verið hjá okkur í Hafnarfirðinum yfir jólin en eru nú á leið í Langholt til Ella og Viðju.