Platína komin til útlanda
Hestasala hefur verið lífleg þetta haustið, alveg eins og hrunhaustið 2008. Því hafa mörg hross yfirgefið klakann á síðustu mánuðum, eða um 1500 á öllu árinu. Platína frá Holtsmúla var ein af þeim en nýjir eigendur hennar, hjónin Chantal og Jeroen, sendu okkur mynd af Platínu og vinkonu hennar þegar þær voru lentar á hollenskri grundu.
Það er gaman að selja góð hross og fá myndir og lýsingar frá ánægðum eigendum. Chantal er ein þeirra. Hún heldur upp á vindótta litinn og ræktar hann af miklum eldmóð.