Per í heimsókn
Per, vinur okkar frá Noregi, og annar eigandi Hamarseyjar kom í heimsókn til landsins í ágúst. Það var mikið brallað, meðal annars farið með hryssu í byggingardóm, farið með Föstu frá Hofi undir Héðinn í Árbakka, farið með Hrund og Lindu í sónarskoðun, í heimsókn á Grænhól, á Blesastaði og til Olil Amble.

Kíkt var á Blesastaði þar sem Álaborg frá Feti er hjá Kráki. Með Álaborgu er Hróðursdóttir, Alfa frá Hamarsey.