Ný hryssa Hamborg frá Feti

Hamborg komin á Hamarsey í júlí. Hamborg er virkilega hreyfingafalleg hryssa, fer mest um á hreyfingamiklu hágengu brokki en grípur tölt inn á milli.
Ný hryssa hefur bæst í hópinn, Hamborg frá Feti. Hún er undan Álaborg frá Feti, sem er í eigu búsins, og Stíganda frá Leysingjastöðum. Hamborg er fjögurra vetra gömul og frumtamin á Feti síðastliðið haust. Hún fer í frekari tamningu á næstu mánuðum og stefnt er að kynbótasýningu vorið 2010.