Notalegt mót í sveitinni

Hér eru Hannes og Linda á nýja vellinum á Flúðum. Svæðið er aðeins hrátt ennþá, enda glænýtt, en verður án efa eitt huggulegasta keppnissvæði á Suðurlandi innan fárra ára.
Við skelltum okkur á hestamannamót Smára í Hreppunum, nánar tiltekið á Flúðum. Hestamenn þar hafa komið sér upp frábærri aðstöðu, stórri reiðhöll með hesthúsi og nýjum keppnisvelli. Við gistum í sumarbústað fjölskyldunnar á Flúðum og nutum lífsins þessa helgi með nokkrar hryssur í bakgarðinum á beit.