Morgunteygjur
Þær teygðu heldur betur úr sér eftir nætursvefninn einn morguninn síðastliðna helgi þegar við komum að þeim öllum steinsofandi á Hamarsey. Þetta eru hryssurnar sem voru í þjálfun í vetur auk 6 veturgamalla hryssna.

Sólkatla móálótt fremst, svo Anna jörp, þá Hamborg jörp og Röskva blesótt. Takið eftir Þjóð, steinsofandi ennþá.

Þjóð frá Stekkholti, undan Vár frá Auðsholtshjáleigu og Gaumi frá sama bæ. Þessi er í eigu Karls Áka góðvinar okkar, virkilega flott tryppi sem kann greinilega að slaka vel á…rétt eins og eigandinn.