Í 13 hryssur að Gerðum
Við fórum með Reyk, efnilegan stóðhest, úr okkar ræktun í hryssur að Gerðum í V-Landeyjum um síðustu helgi (www.gerdar.tk) Það eru þær frænkur Íris Fríða og Sigríður sem fengu hann lánaðan í hryssurnar sínar í sumar, flest allt vel ættaðar og litríkar hryssur. Hólfið sem Reykur fékk til að deila með hryssunum í sumar er rúmgott, eða um 30 hektarar, grasgefið og vel girt. Reykur mun vera á Gerðum fram á haust, einhverjar hryssur munu bætast við. Þeir sem hafa áhuga á því að halda undir Reyk geta haft samband við Írisi Fríðu á irisfrida@visir.is eða í síma 695-5770.