Hrossarækt 2011 á Hamarsey
Þau verða líklega 10, folöldin sem fæðast okkur næsta sumar. Við á Hamarsey vorum dugleg að halda hryssum í sumar og munu fyrstu folöldin fæðast í byrjun maí. Alls var 11 hryssum haldið undir 8 stóðhesta, en líklega er hún Hviða gamla, 20 vetra, frá Ingólfshvoli því miður tóm.
Hviða er hins vegar í frábæru standi, heilbrigð og kát. Hún er búin að sanna sig sem kynbótahryssa, undan henni hafa verið sýnd tvö tryppi, bæði í 1. verðlaun. Við munum án efa reyna að halda henni næsta sumar. Við erum í ræktunarsamstarfi um hana við vini okkar, Ludwig fjölskylduna áKrákuengi í Austurríki.
Þau verða líklega 10, folöldin sem fæðast okkur næsta sumar. Við á Hamarsey vorum dugleg að halda hryssum í sumar og munu fyrstu folöldin fæðast í byrjun maí. Alls var 11 hryssum haldið undir 8 stóðhesta, en líklega er hún Hviða gamla, 20 vetra, frá Ingólfshvoli því miður tóm.
Hviða er hins vegar í frábæru standi, heilbrigð og kát. Hún er búin að sanna sig sem kynbótahryssa, undan henni hafa verið sýnd tvö tryppi, bæði í 1. verðlaun. Við munum án efa reyna að halda henni næsta sumar. Við erum í ræktunarsamstarfi um hana við vini okkar, Ludwig fjölskylduna áKrákuengi í Austurríki. Á myndinni er Þröstur fæddur 2010, undan Þrumu frá Hólshúsum og Kvisti frá Skagaströnd.
|
Þrjár hryssur eru fylfullar við Héðni frá Feti, og ein við eftirtöldum stóðhesta.