Hrossarækt 2009 hjá Hamarsey

Á myndinni er nýkastaður Orrasonur undan Hátíð frá Úlfsstöðum, brúnstjörnóttur og fer aðallega um á skeiði, og fer hratt yfir…eins og mamma sín gerir oft á tíðum úti í haga.
Vorið 2009 verður spennandi. Við höldum 9 hryssum í ár og hafa þrjár hryssur, Þruma, Hrund og Selma þegar verið sónaðar með fyli.
Nú eru komin fimm folöld í heiminn. Gnótt undan Gnípu og Stála, Fregn undan Föstu og Sæ, Háski undan Hrund og Kráki, Ónefndur undan Hátíð og Orra, Þröm undan Þrumu og Þokka.
HRYSSA | STÓÐHESTUR | STAÐFEST FYL |
Þruma frá Hólshúsum | Álfur frá Selfossi | x |
Gasella frá Garðsá | Gustur frá Lækjarbakka | |
Selma frá Sauðárkróki | Hróður frá Refsstöðum | x |
Fasta frá Hofi | Krummi frá Blesastöðum | |
Hátíð frá Úlfsstöðum | Gaumur frá Auðsholtsshjáleigu | x |
Hrund frá Árbæ | Aron frá Strandarhöfði | x |
Álaborg frá Feti | Aron frá Strandarhöfði | |
Hviða frá Ingólfshvoli | Kvistur frá Skagaströnd |