Hestfolald með 121 í BLUPi til sölu
Gáski frá Hamarsey er undan Álfi frá Selfossi og 1. verðlauna hryssunni Gasellu frá Garðsá. Hann er fæddur í maí 2011, tinnusvartur, háfættur og reistur. Kjörið tækifæri til að ná sér í flott stóðhests- eða keppnishestsefni.
Álf þarf vart að kynna, að öllum líkindum á leið í heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á næsta ári. Gasella er mikill skörungur, átti sinn hæsta dóm á Landsmóti 2008 á Hellu þar sem hún fékk meðal annars 8,5 fyrir fegurð í reið, háls og herðar og höfuð og 9,0 fyrir skeið, vilja og geðslag.