Hátíð undan Hvíta-Sunnu og Hróðri
Hátíð frá Sauðárkróki stendur sig vel í frumtamningu hjá Ella og Viðju í Langholti. Hún gormast um með miklum fótaburði, sterku afturfótaskrefi og svo mjúk í hálsi…hún er uppáhaldstrippi í Langholti þessa dagana. Það eru miklar vonir bundnar við Hátíð enda af göfugum ættum. Faðir hennar er Sleipnisbikarhafi sumarsins, Hróður frá Refsstöðum, og móðirin Hvíta-Sunna frá Sauðákróki sem stóð efst í elsta flokki hryssna á LM2006 á Vindheimamelum.