Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Hátíð + Gaumur

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu.

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu.

Hátíð frá Úlfsstöðum var leidd undir Gaum frá Auðsholtshjáleigu á vordögum. Hún var sónarskoðuð fylfull rétt eftir Landsmót með 20 daga fyli. Gunnar bóndi í Auðsholtshjáleigu hafði á orði þegar Hátíð kom til móts við Gaum í Grænhóli í júní síðastliðnum að íslensk hrossarækt ætti eftir að kynnast nýrri tegund þegar þetta afkvæmi kæmi í brautina.

Nú þegar höfum við eignast tvo hesta undan Hátíð, rauðskjóttan Álfsson og brúnstjörnóttan Orrason, því óskum við eftir jarpri hryssu næsta vor. Dýralæknirinn var ekki það naskur að geta kyn- og litgreint afkvæmið á sónarnum enda hefur ekki tíðkast að kyngreina folöld á Íslandi. Hins vegar er tæknin fyrir hendi, þá annað hvort með sónarskoðun þegar fylið er orðið nokkuð stærra og kynfæri farin að koma betur í ljós, u.þ.b 4-6 mánaða eða þá með DNA greiningu á fósturvef/legvatni.

Hátíð frá Úlfsstöðum.

Hátíð frá Úlfsstöðum.

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu