Hátíð eignast albróður
Hátíð frá Sauðárkróki eignaðist albróður á dögunum. Vinir okkar á Sauðárkróki voru svo heppin að fá gullfallegan hest, leirljósan, blesóttan, sokkóttan undan Hvíta-Sunnu frá Sauðárkróki og Hróðri frá Refsstöðum. Það er nokkuð ljóst að haldið verður undir þennan litfagra fola í framtíðinni. Við óskum Guðmundi, Auði og fjölskyldu til hamingju með folaldið. Hátíð var í tamningu hjá Erlingi og Viðju í Langholti í vetur. Hún er snilldarlega tamin, létt í beisli, á auðvelt með rétt form og mikinn fótaburð. Stefnt er að því að sýna hana á næsta ári. Hún nýtur nú lífsins á Hamarsey, það var hins vegar of freistandi að prófa hana aðeins í túninu, hún verður í léttu trimmi í sumar, fær að hlaupa með í rekstrum og slíkt.