Harka frá Hamarsey
Við fengum ósk okkar uppfyllta í vor þegar Hátíð frá Úlfsstöðum kastaði jarpri hryssu. Faðirinn er landsmótssigurvegarinn Gaumur frá Auðsholtsjáleigu. Sú stutta hefur fengið nafnið Harka í höfuðið á ömmu sinni, Hörku frá Úlfsstöðum, en hún er einnig jörp á litinn.
Harka er með 119 í BLUP, þar af 119 fyrir tölt, 120 fyrir vilja/geðslag og 122 fyrir fegurð í reið. Hún kemur vel fyrir, er forvitin og hlaupaglöð, mikill leikur í henni. Hún hefur langan háls og háar herðar. Hálsinn vel settur. Yfirlínan er mjúk og fótahæðin mikil. Hreyfingarnar eru flottar og gangurinn laus, mikið tölt og stökk.

Aðalleikfélagi Hörku er litla frænka, jarptvístjörnótt hryssa undan Hendingu frá Úlfsstöðum og Kvisti frá Skagaströnd.