Hákon stendur sig vel
Hákon, þriggja vetra foli undan Álfi og Hátíð, hefur verið í hryssum í sumar. Í vor var hann á húsnotkun í Austurási en nú í sumar í hólfi í Flagbjarnarholti í Holta- og landsveit. Það hefur gengið vel hjá kappanum. Hann fyljai 9 hryssur á húsi og er nú búinn að fylja 16 í hólfinu. Hann er feitur og pattaralegur, fer greinilega vel með sig í hólfinu en sinnir hryssunum vel. Sónarskoðað verður frá honum og hann tekinn úr merum um miðjan september.

Góðan mannskap þarf þegar sóna á frá stóðhestum. Karl Áki lét sig ekki vanta og lét hendur standa fram úr ermum.